Leita í fréttum mbl.is

Langsuan Road

natco_pau_bo.jpgFór í nudd í tvo klukkutíma hérna á Langsuan, sem er svolítið uppa-hverfi, allt mjög hreint og fínt. Rándýr risastór veitingahús hérna á götunni sem ætíð standa tóm. Mann grunar að þetta séu peningahreinsunarfyrirtæki af einhverjum toga.

Hér á götunni yfir daginn á Langsuan liggur mikið af hundum, hreyfingalausir í sólinni og á kvöldin eru þeir á sama stað afvelta eða nartandi í hvern annann. Svo er mikið af rottum líka og köttum, tek oft fjarlægðarfeil á um hvort sé að ræða. Rotturnar eru svakalega stórar og duglegar að kræja sér í epli úr ruslinu (já, epli).

Hvað um það, fór á sama fína nuddstaðinn og venjulega. Reyni að fara eins of og ég get hérna, því heima kostar offjár fyrir ofþreyttar kvikmyndaaxlir að fá aðhlynningu. Það var hún Natco sem heimtaði að fá að nudda mig, hún er stelpustrákur og gersamlega pakkaði mér saman, enda sterkar karlmannshendur að upplagi.

Eftir nuddið fékk ég mér te, klukkan um eitt eftir miðnætti á langsuan með Natco, Pau og Boo, sá síðastnefndi talar fína ensku sem er fátítt í Tælandi. Boo sagði mér allt um árin sín í þýskalandi, þar sem hann bjó með lænki í Berlín uns þeir slitu samvistum. Boo er þrjátíuþriggja ára, kom til Bangkok frá Udon Tani í norð-austur Tælandi til að vinna sér inn aura og til að geta sent mömmu og pabba smá pening.

Þetta var mjög falleg stund innanum öll dýrin í skóginum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Er handrit i bunkum eftir þessa ferð ?

Ómar Ingi, 26.8.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Nei, alls ekki maður, ég er búin að vera í fríi. Er með nokkrar góðar hugmyndir samt, en þær eru allar frekar tilgerðarlegar, sem ætti að vera fínt fyrir næstu mynd.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 26.8.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Ómar Ingi

Það líst mér vel á hafðu það sem allra best og eins og þú segir svo oft

Ljúfar

Ómar Ingi, 26.8.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband