Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaup

brudk.jpgÞeir sem mig þekkja vita að ég er mikill stuðningsmaður brúðkaupa. Og enn meiri stuðningsmaður skilnaða. Það er fátt hollara giftu fólki en að skilja, þá opnast nýjar leiðir til að lifa lífinu, enda ætti að vera nóg fyrir fólk að hanga saman í 6-7 ár og svo bara skilja leiðir. Vandamálið í þessu og sársaukanum sem þessu fylgir er að fólki hættir til að taka þetta of persónulega. Margir halda oft að verðleiki þess minnki þegar "einhver vill þig ekki", slíkt er auðvitað vænisýki á háu stigi. Við erum nóg eins og við erum, um leið og við setjum út gjaldmiðilsósk á sál okkur erum við skrúfuð.

Hvað um það, Valdís sagði mér einhverntíma hugmyndina um Sveitabrúðkaupið sitt. Ég man vissulega að það var ég sem sagði henni að fara bara og skjóta þetta. Svo var ég að skoða stórprúða heimasíðu hjá Sveitabrúðkaupinu og það kemur mér verulega á óvart að það standi mynd eftir Valdísi Óskarsdóttir, finnst að þarna ætti að vera í sviga amk (Eftir að Óli Jóh sagði henni að fara og skjóta myndina). Eða ég gæti kannski fengið með-leikstjórnartitil.

Það litla sem ég hef séð úr myndinni er mjög fyndið og skemmtilegt. Ætla rétt að vona að þið hunskist á þessi mynd í bíó. Heimasíða Sveitabrúðkaupsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu einhverjar kenningar um það hvers vegna íslenskir gagnrýndur eru svona harðorðir út í íslenskar kvikmyndir, þegar svo sömu myndir raka að sér verðlaunum of lofyrðum erlendis??

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég ætla sko að sjá þessa mynd......hún er örugglega fín , vel tekin og fyndin.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Sem bitur kvikmyndagerðarmaður hef ég mikið að segja um gagnrýnendur. En hvað á að segja. Það er ekkert hægt að segja því fólk er bara með skoðanir, sem eru af uppruna verðlausar, hvort sem það er leikstjórinn sem tekur þær eða gagnrýnandi. :)

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Sigrún Óskars

verð að sjá þessa - fyndnir "sketsar" og góðir leikara.

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 16:51

5 Smámynd: Sigrún Óskars

verð að sjá þessa - fyndnir "sketsar" og góðir leikarar.

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Ómar Ingi

Veit til þess að Óli H Torfa á Rás 2 og Sæbjörn hjá MBL voru hæst ánægðir með hana en þeir fengu að sjá hana í dag ásamt öðru fjölmiðlafólki.

Annars er hægt að ræða og rífast endalaust yfir kvikmyndagagrýnendum.

Hef ekkert alltof mikið jákvætt um þá að segja

Ómar Ingi, 27.8.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband