Leita í fréttum mbl.is

Svefngalsi

bkk_gallery_653921.jpgFór að reyna að sofa klukkan ellefu, datt ekki í draumalandið, fór aftur á lappir klukkan þrjú í nótt, skyndilega var klukkan orðin sex. Þannig að ég ákvað bara að skella mér út að taka myndir. Var á röltinu í 35 stiga hita í fimm klukkutíma, nær dauða en lífi.

Ég var svo vankaður og ruglaður í hausnum að það rann af mér öll feimni, veittist hreinlega að fólki, náhvítur svefnlaus ruglaður íslendingur með myndavél og stillti liðinu upp með kurteisi fyrir framan vélina. Mér finnst það aldrei almennilega takast að taka myndir af fólki í laumi.

Hérna er hægt að sjá myndirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Margar góðar myndir þarna Óli , en mér finnst þessi hér að ofan sú besta.

Það er kannski vegna þess að ég sá hana fyrst og hún er á forsíðunni en það er eitthvað við þetta moment sem þú nærð að festa á filmu af þessari fallegu upprennandi fegurðardís.

Hafðu það gott óli

Ómar Ingi, 28.8.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Flott hjá þér að gera þetta. Satt það tekst ekki að taka myndir af fólki í laumi. Ekki vel. Ég er nú enginn ljósmyndari en þetta er þó mín reynsla líka. Og ganga í 35 stiga hita í 5 tíma er hræðileg.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.8.2008 kl. 19:32

3 identicon

Frábærar myndir - og alveg sérstaklega af litlu fegurðardísinni!! Megi Guð gefa henni gæfu til að "plumma" sig.

Segðu mér eitt í einlægni... er megnið af þessu fólki til sölu? .... ???? Börn, gamalmenni og allt þar á milli?

 Ók.....     ég er ekkert viss um að ég vilji vita það!!!                       

   ......en myndirnar eru frábærar!!  TAKK..

Edda (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er ólíkt menningarsvæði, það er meira að segja ólíkt andlitslag. Ég var sjálf inn í svörtustu Afríku fyrir stuttu síðan og eg er að týna saman vitneskjuna frá þessari heimsókn.  Það var heilmikil upplifun. En þessi mynd er best finnst mér annars segja þær ( myndirnar) manni sögu um þetta framandi líf.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband