4.9.2007 | 02:27
Abraham
Abraham de Lincon
2.9.2007 | 03:39
Sendið kúlu
2.9.2007 | 03:09
Hundur með múhamed
Þessar myndir af múhameð, sem skandinavar æsast við að birta í pólítískum rétttrúnaði í skjóli málfrelsis eru merkilegur hlutur. Þetta er eins og að keppast við að æsa barn upp með einhverju sem við vitum að gerir það reitt.
Hver er tilgangurinn.
Sá eini sjáanlegi er að einhverjir vesturlandabúar eru að monta sig eins og frekur krakki út í annann til að réttlæta eigin skáeygðu sjálfsmynd.
Hér æsir hver bloggarinn annann upp í allskonar vitleysu, það er varla verandi hér fyrir fordómum og vanþekkingu fyrir lífsins gangi hvað þetta mál varðar. Barnaskapur.
Spread some luv folks.
25.8.2007 | 16:22
Melurinn
Hann Dagur Kári kvikmyndagerðarmaður lofaði að skrifa mér póstkort frá New York. Fékk þetta.
"Kæri nágranni. Ég sit hérna á hæðinni fyrir ofan þig í Garðastrætinu og þykist vera að skrifa þér póstkort frá New York. Alla ferðina var ég með hugann við þetta loforð sem þú tókst af mér; að skrifa þér póstkort, en það var í svo mörgu að snúast að ég kom því aldrei í verk. Svo nú sit ég hérna á hótelherberginu mínu á 42.hæð og horfi útum gluggann. Skýjakljúfarnir vaxa upúr þokumistrinu og handan við þá glittir í Esjuna. Ég er í góðum fíling að gæða mér á burrito og á eftir ætla ég að skella mér niður á Union Square og fá mér kaffi í Eymundson. Þaðan liggur leiðin sjálfsagt í Central Park að gefa brabra brauð og hver veit nema maður endi daginn í Brooklyn... Ég þarf alla vega með einhverjum ráðum að komast í BYKO til að kaupa kassa og frauðplast undir píanóið sem ég keypti af gamalli konu í Upstate Mosó. Vona að þú hafir það gott á skerinu. Þinn vinur, -Dagur."
24.8.2007 | 12:27
Leitin að eigin rassi
Hmmm.
"The fundamental insecurity of one's sense of self, its power and boundaries, is more or less the basis of our every interaction with others; every action and reaction is ultimately based on a need to assert ourselves to reassure ourselves that we exist and we are who we think we are or want to be...We find labels to identify "with" or "as," but we are never identical with these labels and we can never really identify ourselves... Ultimately, we are never perfectly identical with any set identity, so we go on searching throughout life for more beliefs, interests, tastes, labels -- determined that if our identity cannot have form it should at least have substance."
Kitty Raymond in The Fetishized Me (1996).
21.8.2007 | 03:01
Bréf til mömmu
Dagurinn í dag fer seint í dauðarstundar-minningarnar. Lá hérna að mestu innan starfsfólkið og nuddaði á mér augun. Búin að vera örþreyttur eftir vinnuna í vor og sumar í Planinu, er að ná þreytunni úr mér, hence nudda augun og teygja mig.
Heyrði í Bigga bro í dag, hann var happí Berlín - áttum gott bræðrasamtal. Svo kom hann Erpur Eyvindar að skoða nokkur lög sem ég notaði frá hans fólki í Queen Raquela. Fór út að skokka. Svo hef ég bara verið að skrifa og taka til eitthvað. Aðallega bara að vera með sjálfum mér í ró og næði.
Er að lesa skemmtilega bók sem Eggert Þorleifsson kom með um daginn handa mér, um þessa leikstjóra sem um byltu Hollywood á sínum tíma, Hopper, Scorsece, Coppola etc. Skemmtileg lesning.
Fyrir helgi fór ég svo í hljóðstúdíóið hans Gunna Árna hljóðmeistara, dró Þorvald Þorsteinsson með mér, sem var út þreyttur eftir að hafa verið að skrifa á fullu. Við horfðum saman á Queen Raquela rúlla í gegn. Svo áttum við stutt spjall á eftir, þar sem Þorvaldur setti fram nótur um hitt og þetta. Þakkaði Gunna kærlega fyrir því hljóðvinnan var framúrskarandi. Heldurðu að kvikyndið hafi ekki slegið 50.000 ISK af hljóðvinnunni, sem ég skil ekki, því ekki gat ég borgað honum mikið. Gruna hann Gunnar um að ná sér í einhver karma-stig. Kom Þorvaldi heim í skrifin, skammaði hann fyrir að leggja of mikið á sig á of skömmum tíma.
Heyrði í honum Stefan í New York. Hann er að vinna að því að koma Queen Raqulea og Act Normal í dreifingu, á milli þess sem hann vinnur sér fyrir saltinu með hinum og þessum kvikmyndaverkum. Ætla líklega í mánuð til NY í október, fer eftir því hvort ég finni einhverja hagstæð kjör á íbúð. Æ dónt know, kemur í ljós.
Hugsa til þín á hverjum degi þó ég komi ekki oft. Öngu að síður þá áttu mig með húð og hári og hefur ávallt. Verð að gefa þér hæstu mögulegu móður-einkunn af öllum þeim lífum sem ég hef spígsporað í.
Kveð að sinni með vísunni sem kom mér skuldlaust til að þrífa klósettið heima í hvert sinn sem þú fórst með.
Lati-Geir á lækjarbakka
lá þar til hann dó.
Vildi ekki vatnið smakka
var hann þyrstur þó.
Ofan á allt. Hef ég eftir þetta lært að pissa sitjandi í fullorðinslífi.
Koss á kinn, ólinn þinn
Menning og listir | Breytt 25.8.2007 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2007 | 22:21
Ábending
Við lifum í skrítnum heimi.
Við lifum í svo skrítnum heimi að meðalgreindir einstaklingar ná hvað mestum samfélags-viðurkenndum árangri. Ég er að tala um þessi milla sem eiga bankana og þessi fjárfestingafélög.
Flestir þessara manna eru eflaust ágætir inn við beinið. Það breytir því þó ekki að þeir eru yfirhöfuð ábyrgðarlausir kjánar. Þeir fjárfesta í fótboltafélögum, afmælum og öðrum sjálfshyglandi hlutum. Sem er fullkomlega eðlilegt, því maður þarf að vera þesslags þenkjandi til að ná "árangri". Þannig er "árangursbrautin" byggð, úr þessum hráefnum, þar sem allir eru fyrir þér og þurfa að víkja fyrir þínum ágangi. Það er eins með þá og flestar mannverur að þeim verður ekki fullnægt, því þeir vilja allt.
Ábyrgðarleysið kristallast t.a.m. í ábyrgðarleysi bankanna, þar sem þeir gera sitt besta til að blóðmjólka landann, þrátt fyrir geggjuðustu afkomutölur í sögu banka fyrr og síðar per kapita. Hér er ekki hugsað um framtíðina eða jafnvægi. Og þegar það er ekki hugsað um almennt jafnvægi þá fer þetta í kleinu fyrr eða síðar. Sem er reyndar allt í lagi, því þetta er bara sama hringrásin og hefur verið í gangi síðustu árhundruð, þó formerkin séu öðruvísi.
Þetta minnir óneitanlega á mafíuna, sem er sek um þau einu mistök að blóðmjólka viðskipta vini sína svo þeir geti ekki aflað. Væri sniðugra fyrir þá að mjólka okkur minna, er viss um að þeir nái meira út úr okkur.
18.8.2007 | 17:56
Bréf frá Macau
Ég á allnokkra góða pennavini. Þetta fékk ég frá fátækri stúlku í Macau, sem er rétt við Hong Kong. Finnst þetta fádæma vel orðað hjá henni þar sem við veltum fyrir okkur lífsgöngunni.
"We dim as our glow wears out. Our glow is at its peak when we're still children - though unfortunately a lot of children in this world have never experienced glowing at all. Some - including me - has at a not right age has experienced this glow extinguished by those who are envy of someone's flame gently, innocently yet bravely flickering in the darkness and misery of this world. And sometimes, we accidentally or deliberately choose paths to dim this glow.
But every now and then we try to fan the flames of this glow. We are surely quite doomed to redeem this glow. Humanity has devised a lot of things to bring back the joy and sheer rupture of this glow: art, religion, porn, magazines, hairsprays, sunscreens, lipglosses, anything you can name of. We do whatever we can do to relive once again that same glow - you call it being children once again. Some even try to compensate their lack of glow with material pursuits, hoping that if they can't make it flicker they can fool themselves that they are glowing as soon as they turn on the neon lights of their lives.
But sometimes we meet someone who would walk with us. We may not need someone to walk with but surely an extra glow can contribute an extra light to our way. Sometimes they walk with us for just a moment. Sometimes they walk with us long distance. But do we need an extra glow? I cannot think of the answer in terms of yes or no."
Menning og listir | Breytt 25.8.2007 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2007 | 17:39
Addóli
Bloggar | Breytt 25.8.2007 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2007 | 19:23
Kieslowski og simpsons
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)