Leita í fréttum mbl.is

Framhjákeyrsluskothríðir

Picture 18Þetta rúllar allt hérna í rólegum heitum. Búin að vera skrifað eitthvað - aðallega finnst mér skemmtilegast að fara á lítið kaffihús hérna, panta mér cappucino, setjast, vera innanum fólk, líta upp af og til, sötra, þykjast að vinna. Geri voða lítið, nema þegar ég hef vit á a loka f. netið.

Ég verð seint talinn mikill leikhúsmaður, fór þó í gær. Pínkulítið stykki einhversstaðar upp á Manhattan í litla leikhúsinu hans Imperioli. Fínn mannskapur og lítið partí eftir sýninguna þar sem ég hitti helstu leikarana úr fínum mafíuþáttum. Gott lið og áhugavert. Margir vissu heilmikið um Frónið, Steve Schirripa talaði um að hann myndi fyrr svelta sig í hel en að borga 20 dollara fyrir samloku á Íslandi (Imperioli fór oft í 10-11 þegar hann var við tökur á Stóra Planinu, hefur greinilega lekið þessu í hann). Sérstaklega var þó gaman að tala við Sharon Angela sem leikur Rosalie Aprile.

Þarna hitti ég líka stúlku sem sér um að ráða leikara fyrir Law and Order. Ég fleytti því strax fram að mamma væri súper-aðdáandi, nema hún kallaði þættina jafnan Love and Order. Daman brosti við því, og sagði "everybody's mom likes the show".

Svo hef ég verið að lesa Herra Tolle (Power of Now), bók sem Harpa Arnardóttir leikkona lánaði mér fyrir allöngum tíma. Skelfilegt að lesa þetta, þarna er bara lífs sannleikurinn holdi klæddur. Þetta er eins og lesa búddisma, nema Tolle setur þetta ferlega einfalt og fallega fram.

Svo sendir hann Biggi bróðir mér reglulega einhver heilræði í email - og mamma sendir mér fullt. Hérna er eitt lítið frá Bigga:

In dwelling, live close to the ground. In thinking, keep to the simple. In conflict, be fair and generous. In governing, don't try to control. In work, do what you enjoy. In family life, be completely present.

Að öðru leyti er lítið að frétta héðan úr gettóinu í Brooklyn. Maður reynir einfaldlega að forðast allar framhjá-keyrslu-skothríðir og vera ekki mikið að abbast upp á fólk svona upp úr þurru.

Sunneva

ol2Það er ekkert gaman hérna í New York. Það er sama hvað maður reynir að ferðast, maður er alltaf einhvernveginn maður sjálfan sig í eftirdragi. 

Tók einhverjar myndir í dag fyrir hana Sunneva systir mína (skræk rödd) "Taktu myndir Óli" og það er akkúrat það sem ég gerði. Hún Sunneva er nefnilega sukker fyrir Beðmálum í Borginni.

Þar sem ég sé öfugar-framagjarnar-bros-skeifur - heldur hún Sunneva að sé Sara Jessica í stráka-tilvistar-vandræðum. Tja.

Myndirnar eru hérna. 


Edduverðlaun 2007

Var að kíkja yfir tilnefningar fyrir Edduverðlaunin. Skil ekki alveg þessi tilnefningu fyrir "VANDRÆÐAMAÐURINN (Den Brysomme Mannen)" fyrir kvikmynd ársins - nokk skrítið - þetta er ekki eins og þegar Dagur Kári var með "Voksne", sú mynd var hans handrit og leikstjórn, hans hugaverk - en þarna erum við komin með norskt hugverk í kvikmynd ársins.  Eiginlega stórfurðulegt fyrirbrigði, væri gaman að fá útskýringu á þessu og þá hví gengið er framhjá Astrópíu sem er ein vinsælasta mynd ársins eða Slóðinni Köldu hjá Bjössa.

Þetta er skrítið. Óska fólki til hamingju með tilnefningar en bendi jafnframt á fáránleika þess að keppa í listgreinum. Leikur sem ég tek þó fullkomlega, brosandi, þátt í.

knúsí, ola


Rainer

200px-RilkeThis is the miracle that happens every time to those who really love; the more they give, the more they possess of that precious nourishing love from which flowers and children have their strength and which could help all human beings if they would take it without doubting.
Rainer Maria Rilke (1875 - 1926)


zizou

L'artiste, la légende, l'homme, le mythe, la balle.

Bangladesh

bkmorningJa, góðann daginn. Hvað segir fólkið. Jú, það er glimarandi gott veður hérna í Clinton Hill.
Einhverjir piltar frá Bangladesh hanga hér fyrir utan gluggan hjá mér, eru að gera við húsið og laga litla tjörn, sem á að setja tvo fiska í. Allt svo bilaðslega spennandi.

Hef verið að glápa á nokkrar myndir og skrifa. Horfði á fyrstu 30 mín af "The Shooter" - drasl. Svo langt síðan ég hef glápt á heila mynd svo ég er að taka tarnir. Horði á "The Breach", prýðileg, og svo glápti ég á Sunshine, eftir að Sunneva systir hafði skipað mér að glápa. Alger bloddí vaðandi Snilld, ótrúlega flott stuff.

Hitti nokkra dreifingaraðila sem hafa áhuga á Queen Raquela, og það er misjafn sauðurinn hér. Eitt fyrirtæki nánast sagði að þeir elskuðu myndina, og ef ég kæmist inn á stóra hátíð með hana, þá myndu þeir reppa hana (represent). Þetta er eins og segja við kærustuna sína, hey, ég elska þig ef þú vinnur fegurðarsamkeppni. Hvað varð um ókskilyrta ást í þessum heimi. Veit ekkert hvernig málin líta út, enda skiptir þessi leikur engu máli, er pretty chillaður á þessu.

Lítill heimilisgestur sýndi sig í gær, mús sem trítlar um gólfin, búið að setja upp nokkrar frumstæðar gildrur, sem eiga aldrei eftir að virka því þær eru svo vingjarnlegar, og meiða ekki neitt, nokkrir afrifnir skókassar og fleira í þeim dúr.

Svo eyðilagði ég gemsann minn einhvernveginn. Þetta verður fínt frí.

Horfinn út í daginn.

Póstkort frá Brooklyn

Er staddur í Brooklyn. Stutt myndband, rölt með vinum.

Skandall!

yankNew York Yankees er út úr World Series! Maður gat alveg sleppt því að mæta á svæðið. Þeir voru slegnir út af Cleveland, sem er miklu minna lið. Það er greinilega mikið hjarta hjá Ohio piltunum, þetta eru ekkert annað en ofdekraðar drósir hjá NYY. Amen.

Gamall félagi

trixÞað er ýmislegt sem rifjast upp við að hitta þessa kanínu aftur. Hvað maður gat hámað í sig af þessu. Blessuð litarefnin. Nú bara út að kaupa mjólk.

Gaukurinn

bkworldEinhversstaðar í Brooklyn - 13:43 að staðartíma. Þrír piltar rölta rólega um Clinton Hill, villast í garðinu hjá Pratt listaskólanum. Komast heilu og höldnu heim. Náðu að láta smíða aukalykla að íbúðinni.

20 stiga hiti.

Alice sem leigir mér íbúðina og býr á neðri hæðinni er lögfræðingur hjá félagsþjónustunni, alltaf brjálað að gera. Hún fékk sér páfagauk sem syngur á daginn og getur talað. Hún missti köttinn sinn fyrir nokkrum vikum og síðan þá hefur fólk boðist til að gefa henni gæludýr. Hún fékk nýjan kött en páfagaukinn keypti hún sjálf.

Drengurinn hennar er 17 ára að læra undir próf. Hann heyrist kvarta undan þeim málglaða.

Á daginn, þegar hún er úti er hún með sjónvarpið í gangi, dvd diskur með samskonar páfagaukum að syngja fyrir hinn nýja meðlim fjölskyldunnar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband