Færsluflokkur: Íþróttir
30.1.2007 | 21:54
Handboltakvalir
Íþróttatíkin er mun áhugaverðari en pólítíkin. Þetta segi ég eftir naumt tap fyrir Dönum. Alveg brjálaður í skapinu yfir vonsku máttarvaldanna. Ekkert hægt að segja, strákarnir voru frábærir og við vorum bara óheppnir. Ég tek allar íþróttir framyfir pólítíkina á hverjum degi. Aðal elementið er hreinskilnin og einfaldleikinn á meðan í pólítík eru bakstungur, óheiðarleiki, þykjustuleiki ... . Í handbolta veit maður allar staðreynir, það eru sömu viðtöl á "repeat" síðan maður var tólf ára, en samt vill maður ávallt horfa, því þetta er svo einfalt, hreinsar hugann að ákveðnu leyti. Takk fyrir dúndurkeppni piltar. Amen.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)