Leita í fréttum mbl.is

Barnaheimili í Taílandi

Ég var fyrir nokkru í Taílandi við upptökur á mynd sem ég hef verið að berja saman. Við það tækifæri ferðaðist ég nokkuð um landið og heimsótti m.a. barnaheimili skammt fyrir utan Bangkok. Þarna er um að ræða munaðarleysingjahæli fyrir börn sem hafa misst foreldra sína eða þar sem fjölskyldur þeirra hafa ekki getað séð fyrir þeim. Myndatökumaðurinn minn Rune Kippervik hefur stutt starfsemina með ráðum og dáðum, þrátt fyrir að eiga varla bót fyrir boru af veraldlegum eignum. Hann bauð mér að koma og heimsækja heimilið sem var sérstök reynsla fyrir ofverndaðan Íslending. Ekkert sjónvarp er á svæðinu - skólastýran sagði mér að þau hefðu prufað sjónvarp í viku en við það hættu börnin að búa til sína eigin leiki og urðu háð kassanum. Þess í stað stunda börnin Yoga, hugleiða og leika sér, þau eru afar glaðvær þrátt fyrir að mörg þeirra séu alvarlega veik. Hérna er hægt að sjá nokkrar myndir frá barnaheimilinu "Baan Unrak" (Hlýtt heimili) í Taílandi. Sjá myndir

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fallegar myndir og börnin virðast á einhvern hátt hamingjusamri og betur gerð eða haldin en mörg vestræn börn. Kannski að það sé heilmikið til í þessu sem forstöðukonan taldi að imbinn færi illa með mikilvæga hluti hjá börnunum. Og jógað og leikir sem börnin búa til gerir þeim eflaut lika mikið gott.

Er svolítið forvitin um myndina sem þú ert að gera. Setur vonandi inn eitthvað meira um hana síðar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.1.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband