
Ragnar Bragason og Vestuport hafa unnið þrekvirki í íslenski kvikmyndagerð. Myndirnar Börn og Foreldrar eru afbragðsstykki sem höfundar getað verið stoltir af. Þetta er hreint út sagt fyrirmyndar afrek þar sem myndirnar eru gerðar fyrir afar lágt framleiðslufé og auk þess er landslagið hér á fróni í kvikmyndagerð stórum hnullungum prítt. Ég hvet alla hiklaust til að koma sér í kvikmyndahúsin og sjá Foreldra. Að sama skapi eru kvikmyndirnar dapurt merki um hve illa er hlúð að listinni hér. Enn þurfa menn að taka mikla persónulega áhættu með kvikmyndagerð, nokkuð sem hefði löngu átt að vera útdautt fyrirbrigði. Það er kannski þessvegna sem maður tekur hatt sinn og hneigir, þegar fólk sýnir slíka dirfsku við listsköpun. Til hamingju. Þetta er ekki auglýsing, ég tek skýrt fram að þó Ragnar sé kvikmyndabróðir minn, að þá þekki ég kauða lítið.
Sjá meira um myndina hér
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.