Leita í fréttum mbl.is

Konur á Filippseyjum

85-VDG-01-03 Ég hef eytt nokkrum tíma á Filippseyjum undanfarin misseri við tökur á mynd. Ég vissi lítið um landið áður en ég kom þangað, nema ég hafði lesið að þeir eiga heiðurinn af því að hafa drepið Magellan konkvistador. Hann ákvað að fara í stríð við annars friðsama eyjaskeggja og var drepinn af hershöfðingjanum Lapu Lapu. Nema hvað, ég heimsótti æði mörg heimili af öllum þjóðfélagsstigum og það sem var sammerkt með þeim var að karlmaður heimilisins hírðist ætíð út í horni (helst í skugga), feiminn og óframfærinn á meðan hússtýrur tóku manni opnum örmum, föðmuðu kröftuglega og kysstu grænan Íslending. Mér fannst þetta ekkert athugavert í fyrstu (enda vel mæðraður) en þegar ég var búin að sækja um tuttugu hús að þá voru það ætíð konurnar sem voru eins og kraftlyftingamenn í atferli og hressleika. Svo þegar maður skoðar sögu Filippseyja þá hafa margar konurnar komist til valda, auk þess sem frægum Marcos var stjórnað fullkomlega af Imeldu skósjúku. Vissulega er jafnrétti kynjanna óbótavant þar sem annarsstaðar, en maður veltir því fyrir sér hví svo sé, þegar maður sér allar þessar stórkostlegu konur og karlskuggana þeirra. Tja ...

(ljósmyndin er af Virginia Oteyza-de Guia, fyrsta konan sem varð borgarstjóri á Filippseyjum í borginni Baguio City)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

á hús á filippseyjum og er þar með annann fótinn fínt að vera þar....

Ólafur fannberg, 25.1.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband