Leita í fréttum mbl.is

Velmegun Íslands

Hérna er nokkuð sem ætti að hengja upp á hvern einasta vegg á Íslandi, inni sem úti (sjá neðan). Samfélagið okkar er á góðri leið með að drukkna í "velmegun". Það sem er svo merkilegt að þetta monní-skrímsli virðist vera ósýnilegt þó það sé allstaðar. Það eru fáir sem taka ábyrgð á þessu, það þarf að taka all-nokkra peningamenn og rasskella fyrir að sýna litla ábyrgð gagnvart samfélaginu sem þeir þrífast á:

"1. (Útláns)vextir á Íslandi eru þeir mestu í heimi - mestu okurvextir "í sögu mannsandans".

2. Bankarnir eru böl - þeir eru frekir á fóðrum.

3. Krónan er mjög tæpur/hæpinn gjaldmiðill. Ástandið er óeðlilegt og krónan er viðskiptahindrun.

4. Íslensk fyrirtæki hafa vanist við að ríkið bjargi þeim (með gengisfellingum og slíku) - tími kominn til að "einkavæða einkareksturinn".

5. Verðlag á Íslandi er okur - við búum við hæsta verðlag í heimi. Landbúnaðarvörur veita "verðleiðsögn" - toga upp verðlag á annars óskyldum vörum.

6. Verslunin hefur hækkað hjá sér álagninguna: Var 19-22% fyrir tuttugu árum en 33-34% nú. Þetta gerðist einkum frá og með árunum 1998-2000, en á sama tíma lækkaði álagningin í Evrópu. Þessi þróun er falin; verslunarkeðjur eins og Hagar/Baugur geta látið hagnaðinn og framlegðina koma fram á öðrum sviðum en smásölunni, t.d. í heildsölunni og eignarhaldsfélögunum (með hækkun á leigu osfrv.) Tal um "bara 15% álagningu" er hlægilegt.

7. Tollar og umsýslugjöld eru út úr öllu korti á og fjármálaráðherra virðist engan áhuga hafa á því að breyta því, heldur hafa áfram hundruði manna að koma í veg fyrir "að við getum keypt ódýra vöru".

8. Hagar/Baugur eru með ráðandi stöðu og eru í raun sú Verðlagsstofnun sem við búum við. Baugur fær mikinn afslátt frá birgjum án þess að það komi fram í verðlagi þeirra.

9. Fólk býr við vinnuþrælkun á Íslandi og vinnuvikan hefur lengst úr 44 í 53 klukkustundir. Þetta er misnotkun á auðlindinni vinnuafl.

10. Tekjur ríkisins hafa vaxið ævintýralega mikið; frá 1994 til 2004 úr 700 þúsund krónum á mann í 1.100 þúsund krónur á mann. Hlutur tekna ríkisins í þjóðartekjum í heild hefur snarhækkað. Misrétti hefur aukist í landinu og ljóst að það er fyrst og fremst ríkið sem hefur staðið fyrir því, ekki (aðrir) launagreiðendur - aukning misréttis er: fjármálaráðherra."


(Eftir Guðmund Ólafsson, birt á bloggi Egils Helgasonar).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

okkur hefur verið kennt að kalla þetta allt dugnað, er þú ert ekki ofaná þá ertu undir.

SM, 24.1.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband