Leita í fréttum mbl.is

Stelpustrákar

4Ég er sem stendur að ljúka við mynd sem kallast "The Amazing Truth about Queen Raquela". Myndin fjallar um líf stelpustráka á Filippseyjum og þann heim sem þær lifa í. Myndin hefur verið ótrúlegt ævintýri, að venju vissi ég ekki baun í bala hvað ég var að gera. Fór eitthvað með myndavél til að sjá hvað myndi gerast.

Nú er myndin í síðasta klippi og vonandi næ ég að ljúka henni áður en við förum í undirbúning fyrir næstu mynd í apríl (Stóra Planið, aðahl. Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson).

Þetta er ævintýraferli, að búa til mynd, nánast eins og fara út úr líkamanum og sjá sjálfan sig vinna að einhverju. Nánast eins og hugleiðsla, þar sem maður fjarlægir sjálfan sig svo allt geti flætt ótruflað. Ótrúlegt hvað maður getur sífellt þvælst fyrir sjálfum sér.

Hérna er hægt að sjá stutt spjall við aðalhetju myndarinnar Raquelu. (Birt fyrst hér fyrir bloggheima).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

VÁ! Ótrúlega spennandi mynd, hvenær getur almúginn horft á hana? Ég bíð amk spennt...

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.1.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Las viðtalið og segi eins og Fanney..bíð spennt eftir myndinni.

Ég

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

afsakið en ég var ekki búin að tjá mig. Það er eitthvað að athugasemdaforminu.

Það sem ég vildi segja er að ég öfunda þig að hafa yfir þessum miðli, kvikmyndinni að ráða. Geng alltaf með eina sögu í maganum sem ég trúi staðfastlega á að eigi að vera lítl kvikmynd í svart hvítu og tekin upp i litlu þorpi fyrir utan Prag. Gerist kannski Þegar ég hætti að þvælast fyrir sjálfri mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viðfangsefnin þín verða seint kölluð hefðbundin :) Hlakka til að sjá útkomuna á þessari og ekki síður að vita hvaða viðvangsefni dettur af himnum ofan á kollinn á þér næst :)

Heiða B. Heiðars, 28.1.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband