4.2.2007 | 21:20
Óhamingjan
Það er sífellt verið að babla um að maður eigi að vera í núinu. Síðan ég gerði mynd um búddamunk hefur það sýnt rækilega fram á notagildi sitt. Það er virkar einhvern veginn þannig að þegar maður gengur með sjálfum sér þá verður meðvitund um eigin líðan mun meiri. Maður veit því betur hvernig maður stendur gagnvart sjálfum sér og er ekkert sérstaklega hissa þegar eðlileg áhyggju- og kvíðaferli svífa að með sjónum.
Þetta hefur gagnast undirrituðum afar vel á undanförnum árum. Í hvert skipti sem ég hef slugsað að setjast niður á rassinn og anda inn og út þá verð ég óöruggari með eigin tilveru, hræddari og sífellt að búast við óvæntum árásum frá góðvinum hverrar mannveru, sjálfsfyrirlitningu, áhyggjum... o.s. frv.
Einhvern veginn gerist það þannig eftir "núveru" að maður finnur innst inni að allt verður í lagi sama hvað gerist. Ég er alveg til í að leggja þá líðan inn í banka, en um leið og maður reynir að frysta vellíðan þá gengur hún úr sér. Þannig að þetta er gagnlegt en ekki geymanlegt. Það er því ljóst á þessum bæ að vinnunni verður aldrei lokið, það verður engin mínúta raunverulega frímínúta í framtíðinni. Árans puð þetta líf.
Af hverju var gefin út þessi bull-ranghugmyndabæklingur við fæðingu. Að maður ætti að leyta að hamingjunni, sem hefur ekkert notagildi, ekki einu sinni andstæðan, óhamingjan hefur raunverulegt notagildi. Bæði eru þessi fyrirbrigði yfirborðsleg og hrökkva skammt í þroskamyllunni. Það er eitthvað miklu mun dýpra sem orð ná ekki yfir sem maður þarf að kafa. Grunar mig.
Tek fram að þetta er ekki skrifað í predikunartón, hver og einn hefur sinn einstaka sam-mannlega innri þjáningarheim til að taka á við.
Tja, litrófið.
Þetta hefur gagnast undirrituðum afar vel á undanförnum árum. Í hvert skipti sem ég hef slugsað að setjast niður á rassinn og anda inn og út þá verð ég óöruggari með eigin tilveru, hræddari og sífellt að búast við óvæntum árásum frá góðvinum hverrar mannveru, sjálfsfyrirlitningu, áhyggjum... o.s. frv.
Einhvern veginn gerist það þannig eftir "núveru" að maður finnur innst inni að allt verður í lagi sama hvað gerist. Ég er alveg til í að leggja þá líðan inn í banka, en um leið og maður reynir að frysta vellíðan þá gengur hún úr sér. Þannig að þetta er gagnlegt en ekki geymanlegt. Það er því ljóst á þessum bæ að vinnunni verður aldrei lokið, það verður engin mínúta raunverulega frímínúta í framtíðinni. Árans puð þetta líf.
Af hverju var gefin út þessi bull-ranghugmyndabæklingur við fæðingu. Að maður ætti að leyta að hamingjunni, sem hefur ekkert notagildi, ekki einu sinni andstæðan, óhamingjan hefur raunverulegt notagildi. Bæði eru þessi fyrirbrigði yfirborðsleg og hrökkva skammt í þroskamyllunni. Það er eitthvað miklu mun dýpra sem orð ná ekki yfir sem maður þarf að kafa. Grunar mig.
Tek fram að þetta er ekki skrifað í predikunartón, hver og einn hefur sinn einstaka sam-mannlega innri þjáningarheim til að taka á við.
Tja, litrófið.
Athugasemdir
Hamingjan er afstætt hugtak og lýsir ekki á nokkurn hátt tilfinningum hennar né raun. Hún felur í sér markmið en óljósan áfangastað. Viti maður ekki hvert skal fara, þá finnur maður aldrei áfangastaðinn.
Hamingjan að mínu mati er að uppfylla markmið sín frá degi til dags. Til þess að það sé hægt verða markmiðin að vera sett í fullri hófsemd.
Þetta eru skemmtilega Búddískar pælingar hjá þér. SAgði Búdda ekki að í þjáningunni fælist lífið og sannleikurinn?
Einhverntíma á gelgjunni kvað ég.
Beru þökk fyrir tilvist hins illa
því öðruvísi væri ekkert gott.
Berum þökk fyrir andstæður lífsins.
Því að öðruvísi væri það dautt.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2007 kl. 21:48
I búddatrú er sama orð yfir breytingar og tækifæri. Breytingar í lífinu eru óumflýjanlegar og við verðum að líta á þær sem tækifæri.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 4.2.2007 kl. 22:16
Ég stend á tímamótum í lífi mínu þar sem ekkert er öruggt en ég hugga mig við það að, 'Í hverjum endi felst upphaf að einhverju nýju?.
Svava frá Strandbergi , 4.2.2007 kl. 23:21
Ehemm, afsakið spurningamerkið átti ekki að vera með.
Svava frá Strandbergi , 4.2.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.