Leita í fréttum mbl.is

Fréttatími - leikþáttur

Hér verður fluttur leikþátturinn  "Fréttatími".

(fréttastef, spennandi, myndir af ýmsum stórviðburðum liðinna tíma)
Myndver opnast, þar sitja herra þulur og ungfrú þula.


1) Þulur: "Gott kvöld, nú verða sagðar fréttir"
Þula: "Maður á fertugsaldri framdi sjálfsmorð í gær eftir að hafa ekki ráðið við eigin tilfinningar. Lögreglan í Reykjavík telur að maðurinn hafi fyllst tímabundu vonleysi og því tekið til þessara ráða. Fjölskyldan mannsins sýnir ástandinu skilning enda hafi hann verið þunglyndur lengi. Auðvitað sé leitt að hann sé farinn og þau muni sakna hans, en þar sem dauðinn sé daglegur gestur á móður jörð er óþarfi að gera of mikla dramatík úr málinu þó vissulega taki þetta á.

2) Þula: "Gunnar Sigurðsson myndlistamaður opnaði nýja sýningu í dag á Hallormsstíg"
Klippt úr myndveri:
Gunnar: "Jú, þetta hafa verið mikil átök að berja þessar myndir saman og gaman þegar fólk hefur áhuga á því sem ég er að gera, en auðvitað er ég ekkert merkilegri en annað lið í þessu, því allt er jú list og ekki list. Það ákveður það enginn fyrir mann (brosir hlýlega).

3) Þulur: "Sigrún Óskarsdóttir er sextíu ára í dag, hún hefur nýlega tekið að sér hvolpa sem koma skemmtilega á óvart."
Klippt úr myndveri:
Sigrún: "Ég veit ekkert af hverju þeir gera þetta, ég kom bara inn einn daginn og þá voru þeir að þessu."
Þulur: (yfir mynd) Hvolparnir Tumi og Trítla hafa að undanförnu tekið upp á því að taka til í íbúð Sigrúnar á meðan hún fer út. Sigrún segist ekkert hafa þjálfað hvuttana. Nánar verður fjallað um málið í Kastljósi hér á eftir.

4) Þula: "Nú er komið að þögninni, að venju þegjum við með ykkur í fimm mínútur til að minnast þess að við erum hér til að njóta lífsins, hins góða og slæma, ekki til að streða og hafa of mikið af áhyggjum af hlutum sem skipta engu máli.

(þögn í fimm mínútur)

5) Þulur: "Þorsteinn Bergill Unnarsson, þrettán ára nemandi Grunnlaugsstaðaskóla segist vera hommi, honum var vel fagnað af skólafélögunum í dag fyrir að horfast í augu við sjálfan sig svona snemma. Alls eru þá 14 hommar og 17 lesbíur í skólanum af 300 nemendum. Magnús Ari Ásgeirsson skólastjóri er ánægður hve vel hefur gengið að koma krökkunum í skilningum um hve eðlilegt fyrirbrigði þetta sé.

6) Þulur: "Mikið var röflað á alþingi í dag, þeir sem hafa áhuga á málinu geta kynnt sér það á textavarpinu"

7) Þula: "Við þökkum fyrir okkur og í lokin ætlum við að kíkja á myndir þar sem einhverjir peningbjánar sem hafa arðrænt okkur íslendinga gengu frá kaupum á einhverju rugli sem okkur kemur ekki í baun í bala við."

(lokatexti rúllar yfir myndir af einhverjum mönnum í jakkafötum á skrifstofu að skrifa undir eitthvað skjal - skrítið og skemmtileg lagt er undir)

Fluttur var leikþátturinn "Fréttatími"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki í þessu lífi...  

Heiða B. Heiðars, 6.2.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: bara Maja...

bara Maja..., 6.2.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svava frá Strandbergi , 6.2.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband