Leita í fréttum mbl.is

Afhommun

Get alveg skilið þessa umræðu um afhommun, eða aflesbíun, enda er þetta mikil synd í augum þeirra sem hafa skrifað áhugaverður dæmisögur fyrir það sem við köllum trúarritningar.

Segi við þessu, hvernig getur Guð verið Guð ef hann skilur ekki allt sem undir sólu svífur. Hvurnig í ósköpunum dettur einhverjum okkar að setjast í dómarasæti yfir svona löguðu.

Hinsvegar eru svona skoðanir fylgifiskar lífsins, við erum öll á misjöfnum stað í ævihring lífstrésins og auðvitað ber maður virðingu fyrir því. Samt leiðinlegt þegar frekja, þröngsýni og þrýstingur virðast vera sterkari áróðursöfl heldur en hið mjúka í nútímasamfélagi.

Málefni hjartans eru ekki reikningsdæmi eða rökræður - eins og afhommunar umræðan hefur leiðst út í.

Verum góð við hvert annað. Bannað að meiða.
Amen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband