Leita í fréttum mbl.is

Ég er í Ástralíu, að ég held

Margar kenningar hafa verið uppi um margvíðan raunveruleika. Ég upplifði einn slíkan um daginn, þegar það hafði samband við mig maður að nafni Ólafur Jóhannesson.

Kemur í ljós að þessi alnafni minn er búsettur í Ástralíu og var að biðja mig um eintak af "Act Normal" fyrir kvikmyndaklúbbinn sem hann rekur þarna á hinum enda jarðarinnar.

Ég sendi fagurnafnanum mynd og góðar kveðjur með. Þá minntist hann á að hann hafði alltaf ætla að feta kvikmyndastíginn. Af einhverjum örsökum varð það ekki.

Mér er því spurn hvort ég sé sjálfur í Ástralíu að reka kvikmyndklúbb, að hafa samband við nafna minn á Íslandi.

?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góður þessi. Knski áttu klóna þar. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mirror dimensions...na,na,na,na...na,na,na,na. Ég vona að blessaðir Ástralarnir sitji ekki uppi með annað eintak af mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Kolla

Vá eins gott að það sé ekki auka klón af mér einhverstaðar í heiminum já og geiminum

Kolla, 15.2.2007 kl. 15:08

4 Smámynd: Agný

Sumir halda því fram að við eigum öll tvífara ...ekki síst ef að við ætlum okkur að læra mikið í þessari jarðvist núna....svona last change..Ég sjálf á víst einhverja sem er frá Austurríki...og einhverja hér á landi hefur mér verið sagt...en merkilegt að allir aðrir en maður sjálfur rekast á þetta "duplicate" af manni...en mikið fjári ætla ég þá að klára mikið núna eða verið búin að falla í prófunum lífsins ef þetta er nú rétt.. En fróðlegt væri að vita hvort að fólk kannast ekki við það að eiga einhvern sem á að vera "duplicate" afviðkomandi...

Agný, 15.2.2007 kl. 15:34

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er nú merkileg pæling. Ég hef séð nokkra íslendinga hér sem eru í allt öðrum hlutverkum en heima. Líta alveg nákvæmlega eins út og þeir sem ég þekki heima en eru að gera allt aðra hluti. Einu sinni heyrði ég kenningu að það væru til 7 eintök af hverju okkar í heiminum sem litu alveg eins út og við en væru að gera sinn hvorn hlutinn og hefðu öðruvísi perónuleika. Sá einu sinni konu hér sem var líffræðingur og átti rottur fyrir gæludýr sem var alveg nákvæmlega eins í útliti og ein íslensk vinkona mín sem vann í frystihúsi fyrir vestan. Hitti svo eina konu sem sagðist þekkja þessa konu..hún ætti sér tvífara í frakklandi og væri kokkur? Spúkí!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband