18.2.2007 | 13:45
Klám
Klámráðstefnan hérna upplýsir vel á hvaða þroskastigi við erum. Á meðan samfélagið okkar þjáist af einstaklingshyggju, "ég um mig frá mér til mín", alltof langa vinnuviku, alltof hátt verðlag, svo mikið að við eigum í mesta basli við að lifa lífinu - hér snýst málið meira um að "lifa af". Þá keppast allir við að benda á þessar mannhræður sem koma hérna til að spjalla um klám og leika sér. Þetta er ekkert merkilegra en þegar piltar eða stúlkur fara til útlanda að "leika sér".
Feministar, biskupinn og bara allir í pólitíska rétttrúnaðar klámbransanum keppast um að segja hvað klám sé vont. Þetta er álíka barnalegt og að segja að stríð sé vont. Það vita það allir.
Byrja á því að ryksuga heima hjá sér, þá kannski getum við farið að hjálpa nágrannanum.
Feministar, biskupinn og bara allir í pólitíska rétttrúnaðar klámbransanum keppast um að segja hvað klám sé vont. Þetta er álíka barnalegt og að segja að stríð sé vont. Það vita það allir.
Byrja á því að ryksuga heima hjá sér, þá kannski getum við farið að hjálpa nágrannanum.
Athugasemdir
Hárrétt, taka til heima hjá sér þá fyrst er hægt að taka til hjá öðrum og gagnrína.
Þorleifur Helgi Óskarsson, 18.2.2007 kl. 13:53
Er allt að verða vitlaust ? þetta eru nokkrar hræður að fara á vélsleða og njóta náttúru Íslands það kemur hvergi fram að það sé að fara að gera eitthvað sem er bannað samkvæmt lögum, held að við séum að fara offari að reyna að banna komu þessa hóps
Kristberg Snjólfsson, 18.2.2007 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.