10.3.2007 | 18:47
Stjörnuprump
Það væri áhugavert að sjá ef fjölmiðlar kipptu út öllum fréttum um Paris Hilton, George Clooney, ungfrú Jolie og Pitt og öllu hinu stjörnufasinu og settu athyglisskjóðuna í staðinn á: Gunnar Magnússon öryrkja í Grafarvogi, Þórhildi Magnúsdóttur einstæða móður sem þarf að fara kaupa íbúð í rányrkjukerfinu, apakettina sem ákveða að allt á Íslandi þurfi að vera dýrara en annarsstaðar af engri sjáanlegri ástæðu, jákvæðar fréttir úr hversdagslífinu ...
Athugasemdir
Málið er að almenningur hefur lítinn áhuga á lífi og kjörum fátæka fólksins en þeim mun meiri áhuga á gleði og sorgum ríka og fræga fólksins. Mest lesna efnið á mbl.is staðfestir þetta, ásamt vinældum tímaritsins Sé & heyrt.
Jens Guð, 10.3.2007 kl. 19:07
Apakettirnir eiga fjölmiðlana. Þeir ákveða, hvað er hollt fyrir fólk að lesa. Jákvæðar fréttir úr samfélaginu eru ekki inn af því að þeir segja það. Það er tákn um krepputíma, þegar aukin þörf mælist fyrir að lesa og sjá efni um prjál og tildur, auð og fegur. Það er ópíum hinna þjáðu, trúarbrögð samtímas. Þetta er vítahringur kapítalismans....þú auglýsir hve allir hafa það gott úti í heimi og vekur þörf hjá fólki til að líkjast tildurrófunum, fólk verslar meira prjál og verður að sama skapi fátækara, afskiptara og ófullnægðara og því háðara flóttanum sem felst í að anda að sér stjörnuprumpinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2007 kl. 22:05
Þegar ég var einu sinni útvarpskona fanns mér mest og best að taka löng og frekar ítarleg viðtöl við spennandi viðmælendur sem ekki voru frægir en að mínu mati að gera áhugaverða hluti og jákvæða. Viðtölin gátu telið klukkutíma í senn..mér var sagt að viðtöl mættu ekki vera lengri en 7 mínútur þar sem "venjulegt" fólk héldi ekki athygli lengur og að fólk væri meira fyrir músík og hjal sem færi inn um annaðoóg út um hitt. Svo var klikkt út með það að fólk væri hvort eð er fífl.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 00:16
Nokkuð sérkennileg forgangsröðun í sambandi við hvað þykir fréttnæmt eða ekki...En svo sem ekki skrítið að hún sé svona brengluð þar sem stjórnvöld hér á landi halda því fram að ekki sé til fátækt hér og þeir sem séu öryrkjar séu það af því að þeir vilji "lifa" á kerfinu...Þessa hópa koma stjórnvöld fram við sem væru þau "óhreinu börnin hennar Evu" sem sé afneitar þeim... eins og Eva forðum afneitaði sínum óhreinu börnum...
Agný, 12.3.2007 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.