Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti tökudagur

IMG_8527Mér skilst að við byrjum í dag að taka, amk fékk ég skilaboð um það. Erum búin að æfa nokkuð vel þannig að vonandi verður þetta allt í lagi hjá okkur. Ég ætla ekkert að rambla mikið um ágæti samstarfsfólks, þó auðvitað gæti ég ekki gert baun í bala nema hafa svona stoðir við hlið mér.
----
Ljósmyndin er af æfingu í gær, þar sem Robert Chan fer yfir línurnar sínar. Robert þessi er príðispiltur, hann lék á móti Jack Nicholson í Departed, atriðið fór fram í vöruskemmu þar sem Robert frussaði kínverskum óorðum yfir stórleikarann. Robert sagði mér að hann hefði fengið ógeðslegan trailer (hann fær engann hjá okkur) og þessvegna hafi hann verið í extra fúlu skapi þegar hann átti að frussa yfir Jack. Hann bar gamla kallinum (Scorcese) vel söguna.
----
Svo er ég loksins búin að klára Queen Raquela með hjálp Dags Kára sem opnaði augu mín í nýjar áttir í kvikmyndatungumálinu. Ég hef trúlega aldrei eytt eins miklum tíma í klippiborðinu eins og með hana. Enda þykir mér afar vænt um viðfangsefnið og mikilvægt að það skili sér til þeirra sem á vilja hlýða.
----
Jæja, ætli það sé ekki best að fara drolla sér í morgunskokkið, svo þarf ég að fara rústa öllum skotum sem við höfum skipulagt í dag, breyta þeim á síðustu sekúndu til að hjálpa vinnufélögunum að lifa í núinu.

ljúfar út í daginn, óli j. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú ert nú örugglega löngu búinn í morgunskokkinu núna. Gaman að lesa þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband