14.4.2007 | 00:06
Fótabað
Einhvern veginn útundan mér, í þessum kvikmyndatökum, sé ég að það eiga kosningar að fara fram bráðlega. Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja áhuga manna á þessu fyrirbrigði. Ég virði að sjálfsögðu kosningaréttinn en guð minn góður hvað þetta er leiðinleg tík þessi pólitík. Sjálfhverfnin hjá hverjum flokki er eins og monthani grunnskólabekkjarins, ef öllum monthönunum líkar ekki við hann þá híar viðkomandi á hinn. Það sem ég skil ekki, til að vera nákvæmur, er hversu vanþroskað fyrirbrigði þetta er. T.d. í Bandaríkjunum, til að bjóða sig fram, þarf maður að hata homma, en eiga kannski lesbísa systur og elska hana, vilja vernda ísrael frá vondum aröbum og vilja sýna hermátt reglulega og yadi yadi ya. Hérna heima er þetta svipað, þó eðlilega í smærri skömmtun vegna fæðar. Hér eru allir að missa sig í málæði yfir því hvað "við" og "okkar" stefna sé rétt.
-
Það merkilega við þetta er að allir virðast taka þátt í þessum bananagangi. Legg ljúfmannlega til, án þess ég að viti baun í bala hvað sé best fyrir heiminn, að við bara séum næs við hvort annað, hlúum að eigin rassi og samferðamönnum í lífinu. Er eitthvað flókið við það, þarf eitthvað mikið að tala um það, og, þarf eitthvað sérstaklega að monta sig af því, að hafa verið góður við aðra. Eins og t.d. bankarnir þegar þeir pissa peningum í einhverja átt og fá svo fjölmiðla-plögg allstaðar fyrir þessar krónur sem þeir missa úr vösunum í þrisvar sinnum dýrari afmælisveislu sína.
-
Sussum svei, þvílíkt blaður, sendi knús, ætla í fótbað.
Athugasemdir
Já en elsku Óli minn, egóið okkar vill hafa drama! Hvaða hlutverk hefði það þá annars? -- love,mam --
Vilborg Eggertsdóttir, 18.4.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.