15.4.2007 | 21:58
Haraldur
Í dag er frí í tökum, enda sunnudagur, dagur guðs. Það er þó ekki frí, því einn karakter í myndinni okkar heldur áfram að kvelja mig þar sem ég klippi hann. Þetta er ein merkilegasta kvikyndi sem hefur skriðið inn á klippiborðið hjá mér. Þetta er hann Haraldur Haraldsson grunnskólakennari hefur verið í tökum hjá okkur þessa vikuna. Karakterinn er meistaralega túlkaður af Eggerti Þorleifssyni í mynd okkar Stóra Planið. Þetta er maðurinn sem tekur handrukkarann Davíð (Pétur Jóhann) upp á arma sína, faðmar, kvelur og kennir. Þennan mannskratta skapaði Þorvaldur Þorsteinsson höfundar bókarinnar ásamt Eggerti. Ég hef nokkrum sinnum hitt hann Harald, bæði í sjálfum mér og samferðamönnum, þetta er manntýpa kvalin af minnimáttakennd, gæddur botnlausri þörf til að lyfta sjálfum sér upp á kostnað annarra þó staðfastur í þeirri trú að hann sé frelsarinn sjálfur endurfæddur. Það er því ekki að furða að ég flýji inn í bloggið frá Haraldi, það tekur á að horfa á mannfýluna.
Athugasemdir
Gleymdu samt ekki að elska hann Óli minn...
Ásgrímur Kristján Sverrisson, 16.4.2007 kl. 18:24
Jamm...elska skal maður óvini sína því af þeim þekkir maður vinina.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.