20.4.2007 | 00:15
Góðar hugmyndir
Fékk ótrúlega fína hugmynd að kvikmynd. Bið ykkur kæru lesendur að fara leynt með þetta, ætla að skrifa handritið um leið og ég er búin að mynda þessa sem ég er í. Hugmyndin er ný, og nokkuð sem ekkert ykkar hefur séð eða heyrt áður. Því bið ég sérstaklega aðra kvikmyndagerðarmenn um að lesa alls ekki hugmyndina hér að neðan. Svona af því ég er að opna hugmyndasmiðjuna mína, þá skal ég láta nokkrar pælingar flakka.
01
Fyrsta myndin gengur út á það, að til dæmis einhver svona miðaldra "tínd-í-sjálfri-sér" / "búin að missa tilganginn fyrir lífinu" - manneskja, annaðhvort karl eða kona, skiptir alls ekki máli - ehm, já, að einhver svona týpa, s.s. fyrstu 17 mínúturnar gætu farið í að sýna hversu innantómt líf þessarar manneskju er. En svo einhvern veginn kemur barn í líf þessarar manneskju (annaðhvort kemst viðkomandi að því að hann/hún átti barn, eða kannski bara er það skilið eftir fyrir utan hjá henni, jafnvel að þetta sé eitthvað svona vandræðabarn). Nema hvað, fyrst heldur aðalsöguhetjan okkar að hún kikni undan álaginu, en viti-bloddí-menn, hún lærir að elska sjálfa sig og þessvegna aðra (harðbannað að stela þessu).
02
Svo er önnur, datt í hug að t.d. eitthvað svona "hot" par væri að keyra í eyðimörk til dæmis (eða bara í nóttinni fattiði), og þá allt í einu BILAR bíllinn!!!!!!!!!! Parið fer t.d. á eitthvað hótel en gerir sér ekki grein fyrir að vofveiflegir atburðir eiga sér stað þar í skjóli nætur. Svo bara fjallar öll myndin um eina nótt þar sem þau annaðhvort lifa þetta af eða bara drepast (er ekki enn búin að hugsa það til enda).
03
Ég ætlaði að gera svona mynd eins og "The Breakup" með Jennifer Aniston og Vincent Vaughn, þar sem fólk skilur og nær EKKI saman aftur, en ótrúlegt en satt, þeirri var stolið frá mér. Samt ótrúlega góð mynd, og afar sorglegt að þau skuli ekki hafa náð saman (tók vel á að horfa á endinn - svo biðst ég að sjálfsögðu afsökunar ef ég er spilla endinum fyrir einhverjum, sorrí sorrí sorrí).
04
Svo þegar ég er kominn langt í þessum bransa, og farin að vinna í hollívúdd, þá ætla ég að ráða einhvern frægan leikara til að leika í mynd eftir mig og láta hann leika með einhverjum flottum hreim.
Ég er með fulla skúffu af svona hugmyndum. Þetta eru allt frábærar pælingar hjá mér, maður verður að vera orginal til að komast áfram í þessum bransa.
Ehm, ætla í fótabað, hunkí dú.
01
Fyrsta myndin gengur út á það, að til dæmis einhver svona miðaldra "tínd-í-sjálfri-sér" / "búin að missa tilganginn fyrir lífinu" - manneskja, annaðhvort karl eða kona, skiptir alls ekki máli - ehm, já, að einhver svona týpa, s.s. fyrstu 17 mínúturnar gætu farið í að sýna hversu innantómt líf þessarar manneskju er. En svo einhvern veginn kemur barn í líf þessarar manneskju (annaðhvort kemst viðkomandi að því að hann/hún átti barn, eða kannski bara er það skilið eftir fyrir utan hjá henni, jafnvel að þetta sé eitthvað svona vandræðabarn). Nema hvað, fyrst heldur aðalsöguhetjan okkar að hún kikni undan álaginu, en viti-bloddí-menn, hún lærir að elska sjálfa sig og þessvegna aðra (harðbannað að stela þessu).
02
Svo er önnur, datt í hug að t.d. eitthvað svona "hot" par væri að keyra í eyðimörk til dæmis (eða bara í nóttinni fattiði), og þá allt í einu BILAR bíllinn!!!!!!!!!! Parið fer t.d. á eitthvað hótel en gerir sér ekki grein fyrir að vofveiflegir atburðir eiga sér stað þar í skjóli nætur. Svo bara fjallar öll myndin um eina nótt þar sem þau annaðhvort lifa þetta af eða bara drepast (er ekki enn búin að hugsa það til enda).
03
Ég ætlaði að gera svona mynd eins og "The Breakup" með Jennifer Aniston og Vincent Vaughn, þar sem fólk skilur og nær EKKI saman aftur, en ótrúlegt en satt, þeirri var stolið frá mér. Samt ótrúlega góð mynd, og afar sorglegt að þau skuli ekki hafa náð saman (tók vel á að horfa á endinn - svo biðst ég að sjálfsögðu afsökunar ef ég er spilla endinum fyrir einhverjum, sorrí sorrí sorrí).
04
Svo þegar ég er kominn langt í þessum bransa, og farin að vinna í hollívúdd, þá ætla ég að ráða einhvern frægan leikara til að leika í mynd eftir mig og láta hann leika með einhverjum flottum hreim.
Ég er með fulla skúffu af svona hugmyndum. Þetta eru allt frábærar pælingar hjá mér, maður verður að vera orginal til að komast áfram í þessum bransa.
Ehm, ætla í fótabað, hunkí dú.
Athugasemdir
Össs þvílíkur brunnur af nýjum hugmyndum ;)
Lúðvík Bjarnason, 20.4.2007 kl. 15:46
Ég skal taka að mér að leika stelpu miðaldrakrísutýpunnar. Rosalega bitur út í lífið og vill alls ekkert með það hafa að láta ráðskast við mig. Enda svo bara með því að sjá eftir þessu öllu saman og fallast í faðma með týpunni.
Annars alveg brilliant hugmyndir, ég get ekki beðið eftir að sjá þína nýjustu
Linda Fanney Valgeirsdóttir, 20.4.2007 kl. 19:01
Ég get fullvissað þig um kæri kollegi að það eru akkúrat svona sögur, sem koma þér á toppinn í Hollívúdd.
Vantar bara eina um hóp sérhæfðra þjófa, sem ræna demöntum eða einhverju og svo svíkur einn þeirra hópinn og stingur af með þýfið. Restin gengur svo út á að hinir leita hann uppi og hann fær makleg málagjöld. (Þessa á ég, bannað að stela!)
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.