Leita í fréttum mbl.is

textavarp.is

birthday, aged 10_png

Lífið líður svo ógurhratt. Það tekur mig sekúndu að muna hvernig  mér leið þegar ég var 10 ára. Sá tími er í næsta herbergi við mig hvernær sem ég kýs kíkja þangað inn.

Í dag, þrjátíu og tveggja, finnst mér ég hafa tapað miklu frá æskunni. Orðinn mengaðari af so and so mataræði, ýmsum eðlilegum tilfinningalegum áföllum sem eiga af lífsins skyldu yfir okkur að ganga. Allt er orðið grárra og skerpan hefur dvínað.

Á móti kemur að lífsþorstinn er meiri. Meiri löngum til að skynja og finna allt aftur. Ætli þessi leið snúist um þetta hringferðalag, að koma, hverfa frá sér og svo fer maður að leita aftur.

Þegar ég var gutti að leika mér í Búðardal fannst mér hvað skemmtilegast að fara yfir til Jónasar og Beggu í Bakkahvammi sjö og sækja þar Reyni vin minn. Stundirnar sem við áttu saman sem æskufélagar eru mér ógleymanlegar og hugsa ég oft til Reynis.

Í dag erum við orðnir fullorðnir menn, við tölumst við kannski tvisvar á ári, þekkjumst það vel að við þurfum ekkert mikið að bulla.

Ég sakna æsku minnar, ég sakna Reynis, og ég sakna þess að vera barn, hjá mömmu og pabba, í vernduðu umhverfi, fara í fótbolta með félögum mínum úti á Lalltúni.

Það mun aðeins líða ein sekúnda uns ég verð dauður. Þetta líður eins og sekúnda þetta líf.

Það er vegna alls þessa sem ég met tímann meira og meira sem ég eldist. Allt þetta blaður sem skiptir mig engu máli, sem okkur er sagt að skipti máli. Dægurmál, íþróttir, stjórnmál og allur þessi pakki - okkur hefur verið kennt að þetta eigi að skipta okkur máli.

Eftir að ég fór að nota textavarp.is hefur tíminn aukist. Grínlaust. Ég horfi ekkert á sjónvarp, fylgist ekkert með íþróttum eða stjórnmálum, nema þarna, sem fréttir eru sagðar skorinort og skírt. Enginn tími fer lengur í of langa athyglisbeitingu að einhverju öðru en sjálfum mér og mínum. Finnst þetta rétt skref í leitinni.

:) Ljúfar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið varst þú sætur lítill gutti.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.5.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Erla Skarphéðinsdóttir

já það er rosalegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar aldurinn færist yfir... Enn þá meiri ástæða að njóta líðandi stundar

Erla Skarphéðinsdóttir, 17.5.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Reynir Jónasson

Gaman að lesa þetta og fær mann til að láta hugan reika.  Stundirnar á Lallatúni ógleymanlegar ásamt mörgu öðru.  Þinn vinur Reynir

Reynir Jónasson, 21.5.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband