2.6.2007 | 08:44
Japan og Yamagata
Einhverntíma fór ég til Japan ásamt Ragnari Santos, kvikmyndabróður, með myndina Africa United á kvikmyndahátíð. Það var skemmtilegt en dálítið furðuleg lífsreynsla. Við fórum til Yamagata, þar sem hátíðin fór fram, lítill bær á stærð við Reykjavík að mig minnir. Þegar þangað var komið höfðu nokkrir barnaskólar séð verkið og börnin höfðu teiknað myndir úr verkinu af aðalsöguhetjunum. Við að sjá teikningarnar hanga í móttöku hátíðarinnar fór maður að taka á sig þann misskilning að maður væri einhverja stjarna með þessa mynd í farteskinu. Misskilningurinn jókst við að fara í útvarpsviðtal, sem var reyndar fyrsta útvarpsviðtalið hjá einhverri stúlku sem var svo dauðstressuð að hún kom varla upp orði. Hún var greinlega líka haldin þessu, að halda að ég og Ragnar Santos værum einhverjar stjörnur. Ekki batnaði það þegar það var uppselt á myndina á allar sýningar og eftir hverja var löng röð af fólki sem vildi fá eiginhandaráritun hjá piltunum. Hérna má sjá myndklipp frá ferð okkar Ragga:
Athugasemdir
Hva....... voruð þið ekki bara frægir þarna :)
Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 01:13
úúú...Japan : ) er einmitt á leiðinni þangað. Gaman að sjá myndbandið
; )
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 3.6.2007 kl. 10:53
Ég á vin sem heitir Yamagata.
Góð saga...þarf aðeins að vinna í henni.
Ómar Örn Hauksson, 4.6.2007 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.