9.6.2007 | 00:11
Lu Yu
Hjá mér í heimsókn þessa dagana er stórmerkilegur maður. Það er hann Lu Yu, leikari, ættaður frá Taiwan. Lu þessi lék hlutverk geðilla kvikmyndatökumannsins í kvikmynd Woody Allen "Hollywood Ending". Hann er að leika í kvikmyndinni Stóra Planið sem leikstýrt er af einhverjum nörd út í bæ.
Lu ólst upp í Taiwan - ungur að árum fékk hann leikarasamning í Hong Kong, flutti sig yfir og byrjaði að leika í hinum og þessum myndum. Hann var það mikil stjarna að honum var ráðinn áhættuleikari að nafni Jackie Chan. Jackie ferðaðist á þessum tíma með ferðaleikhúsinu sínum, hinum sjö frænku (eða eitthvað á þá leið), þar sem þeir tróðu upp í ýmsum stöðum í Hong Kong - einhver framleiðandi sá hann, og datt í hug að þetta væri sniðugt, að hafa áhættuleikara fyrir stjörnurnar, og þ.m.t. Lu Yu. Þetta gerist á sjött áratugnum.
Nú er Lu sextugur, býr á Manhattan, lifir þar hógværu en atorkusömu lífi með spúsu sinni til margra ára. Hann vinnur við leikhús, bæði í skólum sem og atvinnumaður. Hann er leikar, kóreografer og ég-veit-ekki-hvað. Hann rötlir nú um bæinn í rólegheitum á milli þess sem hann kíkir yfir til mín og við fíflust aðeins með línurnar hans. Hrafnasparkið sem ég ritaði, hefur hann breytt yfir á íðilfagra mandarín.
Við höfum byggt litla íbúð í stúdíó í bænum, sem á að vera í New York, þar sem söguhetjan býr. Það verður ódýrt og skemmtilegt að komast til New York á sunnudaginn, án þess að þurfa að fljúga.
Athugasemdir
Gangi þér vel í "New York" :)
Eva Þorsteinsdóttir, 9.6.2007 kl. 03:10
Spennandi hlutir sem þú ert að fást við. Er ekki Stóra planið byggt á bók eftir Þorvald Þorsteins?
Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2007 kl. 12:28
oohh væri alveg til í að "kíkja" til New York
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 20:37
Kann hann "Kung Fu"
Góða ferð:::
Halla Rut , 9.6.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.