13.6.2007 | 00:22
Í sófanum heima
Einhverntíma sat ég á sófanum heima í Brekkuhvammi í Búðardal, á æskuslóðum. Held ég hafi verið um átta ára. Það var sumar, man það skýrt með því að ná í sjón-minninguna þar sem ég sat á sófanum.
Sjónvarpið um fjóra metra fyrir framan mig. Slökkt á því. Ég horfði bara út um gluggann og man hvað mér leið vel. Ég heyrði pabba leggja í hlað fyrir utan. Mamma var inn í búri að sækja eitthvað fyrir kvöldmatinn. Man ekkert hvar Biggi eldri bróðir eða yngri systkini mín voru. Heyri pabba koma inn, labba fram hjá mér, sagði ekkert. Hann náði í franskar kartöflur og fór inn í þvottahús þar sem steikingarpotturinn var. Byrjaði að sjóða - eftir nokkur augnablik fann ég lyktina koma inn í stofu.
Ég horfði út um gluggan og man hvað mér leið vel.
Það er sagt í einhverjum andlegum fræðum að það sé óhollt að vera velta sér of mikið upp úr fortíðinni. Auk þess er í tísku að vera í núinu. Drengum virðist vera sama um það.
Ég ræð ekki alveg við þetta þó, þetta er eins og að vera endurfæddur, að vera orðin stór strákur, en mun samt eftir óþægilega ljúfu lífi. Skil því vel hvers vegna englarnir ákveða í flestum tilfellum að núll-stilla okkur við hverja endurkomu. Svo við megum ekki þjást af fegurð eða hrylli fyrri ferða.
Ég sat í sófanum og fann fyrir pabba og mömmu. Og leið mjög vel. Litli hnokkinn - ég súmma inn á hann með kvikmynda-auganu, til að gefa til kynna allt það sem hann á eftir að upplifa.
Passa mig að súmma ekki of hratt, verður að vera hægt, því hann á eftir að ganga í gegnum föðurmissi, horfa á mömmu sína gráta og systkyni sín þjást óbærilega og á ekkert eftir að geta gert við því. Súmmið staðnæmist við saklausa augasteininn sem á eftir að sjá og upplifa hæfilegt magn af fegurð og skít útdeilt af örlagaenglunum.
Í dag sér augasteinninn að allir þurfa að ganga í gegnum hitt og þetta og þjáning hans er ekkert frábrugðin öðrum hræðum. Við flestum almættis-spurningum eru engin svör, það þurfa bara allir að synda í gegnum mislitar öldur.
Man mjög skýrt eftir því að ég prumpaði mikið af matnum þennan dag eftir afmælið hjá Reyni æskuvini mínum þar sem ég sat í sófanum heima.
Sjónvarpið um fjóra metra fyrir framan mig. Slökkt á því. Ég horfði bara út um gluggann og man hvað mér leið vel. Ég heyrði pabba leggja í hlað fyrir utan. Mamma var inn í búri að sækja eitthvað fyrir kvöldmatinn. Man ekkert hvar Biggi eldri bróðir eða yngri systkini mín voru. Heyri pabba koma inn, labba fram hjá mér, sagði ekkert. Hann náði í franskar kartöflur og fór inn í þvottahús þar sem steikingarpotturinn var. Byrjaði að sjóða - eftir nokkur augnablik fann ég lyktina koma inn í stofu.
Ég horfði út um gluggan og man hvað mér leið vel.
Það er sagt í einhverjum andlegum fræðum að það sé óhollt að vera velta sér of mikið upp úr fortíðinni. Auk þess er í tísku að vera í núinu. Drengum virðist vera sama um það.
Ég ræð ekki alveg við þetta þó, þetta er eins og að vera endurfæddur, að vera orðin stór strákur, en mun samt eftir óþægilega ljúfu lífi. Skil því vel hvers vegna englarnir ákveða í flestum tilfellum að núll-stilla okkur við hverja endurkomu. Svo við megum ekki þjást af fegurð eða hrylli fyrri ferða.
Ég sat í sófanum og fann fyrir pabba og mömmu. Og leið mjög vel. Litli hnokkinn - ég súmma inn á hann með kvikmynda-auganu, til að gefa til kynna allt það sem hann á eftir að upplifa.
Passa mig að súmma ekki of hratt, verður að vera hægt, því hann á eftir að ganga í gegnum föðurmissi, horfa á mömmu sína gráta og systkyni sín þjást óbærilega og á ekkert eftir að geta gert við því. Súmmið staðnæmist við saklausa augasteininn sem á eftir að sjá og upplifa hæfilegt magn af fegurð og skít útdeilt af örlagaenglunum.
Í dag sér augasteinninn að allir þurfa að ganga í gegnum hitt og þetta og þjáning hans er ekkert frábrugðin öðrum hræðum. Við flestum almættis-spurningum eru engin svör, það þurfa bara allir að synda í gegnum mislitar öldur.
Man mjög skýrt eftir því að ég prumpaði mikið af matnum þennan dag eftir afmælið hjá Reyni æskuvini mínum þar sem ég sat í sófanum heima.
Athugasemdir
Stundum kemur þessi þörf yfir mann að vilja bara skríða inn í barnslíkamann og stöðva tímann........ sakleysið er ómetanlegt!
Eva Þorsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 00:55
Stundum dett ég inn í að velta því fyrir mér á einhverjum mómentum með dóttur minni; á hún eftir að muna þetta! Verður þetta ein af æskuminningunum hennar?
Lífið og tilveran er barasta ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði til að velta sér upp úr.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 01:24
Hæ bloggvinur! Takk fyrir að deila þessari fallegu frásögn .....þú ert augljóslega í tengslum við góða þræði í sjálfum þér.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:12
Yndisleg minning....gott að geta horfið aftur á bak og áfram og hvila sig frá núinu á stundum. Væri óbærilegt að geta bara verið hér og nú alltaf...ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 19:17
yndisleg minning !
ótrúlegt ad muna eftir prumi svona langt aftur í tímann !
Ljós til thín og hafdu fallega helgi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.