Leita í fréttum mbl.is

Heimsins höf

070526 Balcony 19Maður spyr sig oft í þessu kvikmyndaströggli hvort maður nenni þessu basli.

Það hjálpar mjög að ástin fyrir miðlinum er botnlaus.
Þrátt fyrir það vaknar oft sú spurning fyrir hvern maður sé að þessu. Augun stara á bankabók fyrirtækisins og ekki laust við að svitinn renni niður áhyggjuennið.

Maður vinnur sig í botn, aftur og aftur. Og ekki koma launin frá veraldlega heiminum. Ég hef verið í þessu í rúmlega tíu ár (hljóma vissulega eins og bitur leigubílsstjóri), er skuldlaus, á ekki baun með gati í.

Auðvitað hefur verið mjög gefandi að vinna öll þessi verkefni, kynnast öllu þessu fólki. Ég þakka samt fyrir að eiga ekki fjölskyldu sem ég þyrfti að sjá fyrir. Að ekki sé talað um hér á hinu ofurdýra Fróni.

Það eina sem eyðileggur þessa paradís sem við búum í er verðlagið, sjálfsfrekjuhátturinn í að græða sem mest. Auðvitað er ég að garga þetta af hliðarlínunni því ekki er ég, né langflestir aðrir ábúendur, að taka þátt í kappleiknum svo mark sé á takandi.

Þetta er auðvitað eitthvað tuð frá svartsýnu nöldurhorni heilans. Einhver vælandi sjálfsvorkunar tónn sem er engrar athygli virði. Í mesta falli fær þetta nöldurhorn plássið hér á blogginu.

Á móti þessu nöldri stendur andagift, dýpri en öll höf heimsins, bjartari en öll atóm sólarinnar.

Það skiptir engu máli hvað við gerum í lífinu, það reddast allt á endanum ... og við deyjum. Því er ástæðulaust að nöldra of mikið.

Við vitum alveg hvernig myndin endar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Akkúrat!

Við ráðum sjálf hvernig handritið er þó að endirinn sé ljós....... og ég dáist að þér fyrir að vera að gera það sem gefur þér mest, þó að aurinn sé ekki mikill!

Vildi stundum að ég væri svo hugrökk ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 29.6.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- hjartað mitt, hertu upp hugann! Árin eru reyndar orðin rúmlega tólf ..........

Vilborg Eggertsdóttir, 29.6.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Iss þessi steypa um að mælingin sé gerð í gegnum veraldlegar eigur er húmbúkk...og setur það sem skiptir máli á hliðarlínuna þar sem andinn horfir yfir leikvöllinn og brosir með sjálfum sér.  Vertu hraustur..hughraustur og brostu. Það er allavega gaman í þínum bekk og fjársjóðurinn sem þú skapar er af þeirri gerðinni að hann má færa með sér hvert sem maður fer..líka yfir í aðra heima.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Keyptu þér Máttinn í Núinu og Ný Jörð eftir Eckhart Tolli og svona verður leikur einn að tækla á eftir.  Þar eru svörin við spurningum þínum og leið til fullnægju.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tolle

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband