Leita í fréttum mbl.is

Dagzwerk

Ef einhverjum skyldi leiðast svo að velta því fyrir sér í hvað ég eyddi deginum - þá er hægt að sjá það hér á klippinu fyrir neðan. Einungis 44 sekúndur í dag. 

Var að klippa Queen Raquela, gengur hægt. Og þetta er líklega níunda klipp. Hélt að myndin væri orðin góð í mars - kíkkti aftur á hana og sá nokkra agnúa sem hægt er að stytta. Snýst allt um að stytta, stytta, stytta. Maður má ekki alveg drepa fólk úr list-semi.

Queen Raquela verður sýnd í kvikmyndahúsum í September líklega. Annars kemur þetta allt í ljós bara.

Þarf að klára þetta klipp áður en ég sný aftur í Stóra Planið. Er aðeins að hvíla það.

Læt auðvitað ekki fylgja með að helmingurinn af deginum fór í að spila fótbolta við Benna litla bro í playstation. Ég er bara ekki svo óþroskaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Langt síðan ég hef kvittað. Gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.7.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er svolítið öðruvísi umhverfi en maður á að venjast.  Ég hlakka til að sjá myndina.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband