Leita í fréttum mbl.is

Tíkin

baerStundum óska ég þess að ég hefði nokkur eintök af sjálfum mér. Það er svo mikið sem þarf að gera í þessu kvikmyndastússi. Ég hef aðallega verið í heimildamyndum, hver þeirra tekur um þrjú ár í vinnslu. Yfirleitt reyni ég að rúlla tveim í einu, annars fengi ég óþægilegan mikinn tíma með sjálfum mér sem ég hef lítinn áhuga á.

Þætti vænt um, ef einhvern kvikmyndastúlka eða piltur þarna úti tæki að sér að documenta andlát íslenskra sveita. Þessi tími er í síðustu töktunum og það er enginn að taka þetta upp.

Gísli, "Út og Suður" piltur skilar sómasamlegum verkum í sínu hugsjónarstarfi. Mun meira þarf þó til. Ég myndi gera þetta sjálfur, og kannski aulast ég til þess. En hvorki ég, né Gísli, eða einhver annar, erum Ómar Ragnarsson sem kann þetta langbest.

Því miður hefur pólítíkin gleypt Ómar. Sú tík hefur stolið mörgum góðum manninum. Ég legg til að Ómar verði píndur til að fylgja eftir ævistarfi sínu, með því að gera kveðjuverk um landsbyggðina sem er kominn nálægt grafarbakkanum í þeirri mynd sem hún var. Þetta hefur gerst örsnöggt og því mál að taka í taumana (eða upp myndavélina).

Kannski er þetta bara nostalgíja. Kannski er þetta minni innri nöldurkall að babla um að allt hafi verið betra í fortíðinni. Og þó, alls ekki. Það var alveg sami tími. Það eina sem ég sé eftir er manngæskan. Hún hefur verið étin lifandi af peningahyggjunni. Sveitamaðurinn í okkur er að deyja. Ef það springur hjá einhverjum út á götu eru öngvir sveitamenn eftir til að koma og aðstoða. Í dag er meira "farðu frá" heldur en eitthvað annað. Það getur verið að þetta sé bara bull í mér framkallað af fegurðarblæju tímans.

Lífið er bæði einfalt og flókið. Það er hægt að fara í marga orðleiki með þetta.

Líkt og fegurð barna, sem eru alsaklaus í sínum fyrstu skrefum, er það einfaldleikinn sem ber sterkustu fegurðareinkennin. Og það er það sem þarf að ná í rassinn á. Eitthvað sem hægt er að skoða fyrir komandi kynslóðir. Aftur, það getur meira en vel verið að þetta sé einhver rómanshyggja.

Lífið hérna á klakanum virðist bara vera orðið aðeins of töff fyrir minn smekk. Það er líkt og einlæg heimska unglingsáranna, þegar maður trúir því stundarkorn að maður viti og geti allt betur en flest önnur spendýr. Sveitin er ennþá sá staður sem maður lærði sjálfsagða auðmýkt í gegnum hversdagsleg leiðindaverk sem þó spennti bogann lengra og lengra fyrir ævintýragjarnan huga.

Það er ekkert að því að spegla þetta framan í töffaraheiminn sem þarf vænan rasskell af einlægni.

Svo ég hagi mér fullkomlega eins og áttræður nöldurkarl á horni, læt ég nokkrar línur frá Páli Ólafs fylgja. Líka til að ríma við ljósmyndina sem fylgir þessari færslu.

Ástar minnar eldur hreinn,
augnaljósi kveiktur þínu
lifa skal um eilífð einn
óslökkvandi í hjarta mínu.

Páll Ólafsson (1827-1905)





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er enginn áttræður nöldurkall að babbla.  Þetta er barnið í þér sem talar og ég er sammála því.  Láttu þessa töffarabrælu í kringum þig kæfa það.  Það er allt sem þú átt og ert þegar öllu er á botninn hvolft.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var margt betra í fortíðinni, alveg sammála þér með það.  Minni streita, meiri samvistir, minna sjónvarp..... ég er ennþá fúl yfir að þeir fóru að sýna sjónvarp á fimmtudögum.   Allur aldurshópur hittist og spilaði blak eða félagsvist...... margt gott sem er horfið, því miður.

En ekki er ég sammála þér um að Ómar sé svona miklu betri en Gísli.... mér finnst þeir jafngóðir.  En játa jafnframt hlutdrægni mína, þar sem við Gísli þekkjumst.

Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 12:47

4 Smámynd: Viðar Zophoníasson

      Innilega sammála, meira að segja lyktin í kaupfélaginu er með pláss þarna uppi. Og ef þetta sé einhver elli rómanshyggja, þá ertu ekki einn um það.

Viðar Zophoníasson, 26.7.2007 kl. 10:44

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held við séum öll með fortíðarþrá á einn eða annan hátt. Sumt af því á rétt á sér. Annað er svo kannski bara: fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 19:08

6 Smámynd: María

Vel mælt! og hjartanlega sammála!
fortíðarþráin - rómantíkin ... hvort gamla daga hafi verið betra er ekkert víst - það er bara svo margt sem við höfum ,,misst" þaðan og sérstaklega er það einlægnin ... peningahyggjan er óþolandi yfirsterkari okkur í dag

María, 27.7.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband