Leita í fréttum mbl.is

Listi yfir það sem fer í taugarnar á mér

Mig hefur lengi langað til að gera lista yfir það sem fer í taugarnar á mér. Öllu heldur einhver hluti af mér hefur viljað það. Sem betur fer hef ég náð að réttlæta fyrir sjálfum mér að öll lifum við með mörgum persónum. Því þarf ég ekkert að taka þátt í því sem þessi hluti af mér vill gera.

Málið er einfaldlega, ef eitthvað fer í taugarnar á mér, þá er það ekki mitt vandamál að taka þátt í því. Auk þess sem þetta "fara í taugarnar á sér" er lítið annað en skammlíf sjálfhverf alda sem heimtar athygli. Sá hluti af okkur sem lætur eitthvað fara í taugarnar á sér er lítið annað en skortur á fókus eða a.m.k. er honum misbeint.

Annar hluti af mér hefur komist að því að bara aumingjar láta hluti fara í taugarnar á sér. Að sjálfsögðu er ég ekkert sammála því. Eða einhver hluti af mér, þ.e.. :)

Maður á bara ekkert að taka sjálfan sig of persónulega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband