Leita í fréttum mbl.is

Ábending

Við lifum í skrítnum heimi.

Við lifum í svo skrítnum heimi að meðalgreindir einstaklingar ná hvað mestum samfélags-viðurkenndum árangri. Ég er að tala um þessi milla sem eiga bankana og þessi fjárfestingafélög.

Flestir þessara manna eru eflaust ágætir inn við beinið. Það breytir því þó ekki að þeir eru yfirhöfuð ábyrgðarlausir kjánar. Þeir fjárfesta í fótboltafélögum, afmælum og öðrum sjálfshyglandi hlutum. Sem er fullkomlega eðlilegt, því maður þarf að vera þesslags þenkjandi til að ná "árangri". Þannig er "árangursbrautin" byggð, úr þessum hráefnum, þar sem allir eru fyrir þér og þurfa að víkja fyrir þínum ágangi. Það er eins með þá og flestar mannverur að þeim verður ekki fullnægt, því þeir vilja allt.

Ábyrgðarleysið kristallast t.a.m. í ábyrgðarleysi bankanna, þar sem þeir gera sitt besta til að blóðmjólka landann, þrátt fyrir geggjuðustu afkomutölur í sögu banka fyrr og síðar per kapita. Hér er ekki hugsað um framtíðina eða jafnvægi. Og þegar það er ekki hugsað um almennt jafnvægi þá fer þetta í kleinu fyrr eða síðar. Sem er reyndar allt í lagi, því þetta er bara sama hringrásin og hefur verið í gangi síðustu árhundruð, þó formerkin séu öðruvísi.

Þetta minnir óneitanlega á mafíuna, sem er sek um þau einu mistök að blóðmjólka viðskipta vini sína svo þeir geti ekki aflað. Væri sniðugra fyrir þá að mjólka okkur minna, er viss um að þeir nái meira út úr okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.8.2007 kl. 07:41

2 Smámynd: Ester Júlía

Flottur pistill!!

Ester Júlía, 20.8.2007 kl. 07:46

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Svo sefa þeir almúgann með skitnum tónleikum og allir eru glaðir.

Góður!

Eva Þorsteinsdóttir, 20.8.2007 kl. 07:48

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ já stórskrítin gildi í þessari veröld. Man eftir einni óljóst...þar var þetta allt örðu vísi. Vonast til að ég komist einhvern tímann aftur þangað. Frekar fúlt hérna..eða á ég frekar að segja tilgangslaust???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband