21.8.2007 | 03:01
Bréf til mömmu
Hæ mamma mín, sorry að ég komst í ekki í mat um helgina. Einhvernvegin hefur þetta þróast svona á undanförnum árum. Þó þú sért 18 mínútur frá mér, þá er ég ekki heimsóknagjarn piltur. Það besta við þig þó er að þér er nokk skítsama hvort maður láti sjá sig eða ekki, ávallt verið þinn helsti kostur, sem ég hef lært mest af þér, sjálfstæðið.
Dagurinn í dag fer seint í dauðarstundar-minningarnar. Lá hérna að mestu innan starfsfólkið og nuddaði á mér augun. Búin að vera örþreyttur eftir vinnuna í vor og sumar í Planinu, er að ná þreytunni úr mér, hence nudda augun og teygja mig.
Heyrði í Bigga bro í dag, hann var happí Berlín - áttum gott bræðrasamtal. Svo kom hann Erpur Eyvindar að skoða nokkur lög sem ég notaði frá hans fólki í Queen Raquela. Fór út að skokka. Svo hef ég bara verið að skrifa og taka til eitthvað. Aðallega bara að vera með sjálfum mér í ró og næði.
Er að lesa skemmtilega bók sem Eggert Þorleifsson kom með um daginn handa mér, um þessa leikstjóra sem um byltu Hollywood á sínum tíma, Hopper, Scorsece, Coppola etc. Skemmtileg lesning.
Fyrir helgi fór ég svo í hljóðstúdíóið hans Gunna Árna hljóðmeistara, dró Þorvald Þorsteinsson með mér, sem var út þreyttur eftir að hafa verið að skrifa á fullu. Við horfðum saman á Queen Raquela rúlla í gegn. Svo áttum við stutt spjall á eftir, þar sem Þorvaldur setti fram nótur um hitt og þetta. Þakkaði Gunna kærlega fyrir því hljóðvinnan var framúrskarandi. Heldurðu að kvikyndið hafi ekki slegið 50.000 ISK af hljóðvinnunni, sem ég skil ekki, því ekki gat ég borgað honum mikið. Gruna hann Gunnar um að ná sér í einhver karma-stig. Kom Þorvaldi heim í skrifin, skammaði hann fyrir að leggja of mikið á sig á of skömmum tíma.
Heyrði í honum Stefan í New York. Hann er að vinna að því að koma Queen Raqulea og Act Normal í dreifingu, á milli þess sem hann vinnur sér fyrir saltinu með hinum og þessum kvikmyndaverkum. Ætla líklega í mánuð til NY í október, fer eftir því hvort ég finni einhverja hagstæð kjör á íbúð. Æ dónt know, kemur í ljós.
Hugsa til þín á hverjum degi þó ég komi ekki oft. Öngu að síður þá áttu mig með húð og hári og hefur ávallt. Verð að gefa þér hæstu mögulegu móður-einkunn af öllum þeim lífum sem ég hef spígsporað í.
Kveð að sinni með vísunni sem kom mér skuldlaust til að þrífa klósettið heima í hvert sinn sem þú fórst með.
Lati-Geir á lækjarbakka
lá þar til hann dó.
Vildi ekki vatnið smakka
var hann þyrstur þó.
Ofan á allt. Hef ég eftir þetta lært að pissa sitjandi í fullorðinslífi.
Koss á kinn, ólinn þinn
Dagurinn í dag fer seint í dauðarstundar-minningarnar. Lá hérna að mestu innan starfsfólkið og nuddaði á mér augun. Búin að vera örþreyttur eftir vinnuna í vor og sumar í Planinu, er að ná þreytunni úr mér, hence nudda augun og teygja mig.
Heyrði í Bigga bro í dag, hann var happí Berlín - áttum gott bræðrasamtal. Svo kom hann Erpur Eyvindar að skoða nokkur lög sem ég notaði frá hans fólki í Queen Raquela. Fór út að skokka. Svo hef ég bara verið að skrifa og taka til eitthvað. Aðallega bara að vera með sjálfum mér í ró og næði.
Er að lesa skemmtilega bók sem Eggert Þorleifsson kom með um daginn handa mér, um þessa leikstjóra sem um byltu Hollywood á sínum tíma, Hopper, Scorsece, Coppola etc. Skemmtileg lesning.
Fyrir helgi fór ég svo í hljóðstúdíóið hans Gunna Árna hljóðmeistara, dró Þorvald Þorsteinsson með mér, sem var út þreyttur eftir að hafa verið að skrifa á fullu. Við horfðum saman á Queen Raquela rúlla í gegn. Svo áttum við stutt spjall á eftir, þar sem Þorvaldur setti fram nótur um hitt og þetta. Þakkaði Gunna kærlega fyrir því hljóðvinnan var framúrskarandi. Heldurðu að kvikyndið hafi ekki slegið 50.000 ISK af hljóðvinnunni, sem ég skil ekki, því ekki gat ég borgað honum mikið. Gruna hann Gunnar um að ná sér í einhver karma-stig. Kom Þorvaldi heim í skrifin, skammaði hann fyrir að leggja of mikið á sig á of skömmum tíma.
Heyrði í honum Stefan í New York. Hann er að vinna að því að koma Queen Raqulea og Act Normal í dreifingu, á milli þess sem hann vinnur sér fyrir saltinu með hinum og þessum kvikmyndaverkum. Ætla líklega í mánuð til NY í október, fer eftir því hvort ég finni einhverja hagstæð kjör á íbúð. Æ dónt know, kemur í ljós.
Hugsa til þín á hverjum degi þó ég komi ekki oft. Öngu að síður þá áttu mig með húð og hári og hefur ávallt. Verð að gefa þér hæstu mögulegu móður-einkunn af öllum þeim lífum sem ég hef spígsporað í.
Kveð að sinni með vísunni sem kom mér skuldlaust til að þrífa klósettið heima í hvert sinn sem þú fórst með.
Lati-Geir á lækjarbakka
lá þar til hann dó.
Vildi ekki vatnið smakka
var hann þyrstur þó.
Ofan á allt. Hef ég eftir þetta lært að pissa sitjandi í fullorðinslífi.
Koss á kinn, ólinn þinn
Flokkur: Menning og listir | Breytt 25.8.2007 kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
---- þvott eftir þvott, verður hvítur þvottur grár --- ---
Vilborg Eggertsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:12
Lati-Geir á Lækjarbakka. Takk fyrir að rifja þetta upp !
Anna Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.