Leita í fréttum mbl.is

Melurinn

manhattan2Hann Dagur Kári kvikmyndagerðarmaður lofaði að skrifa mér póstkort frá New York. Fékk þetta.

"Kæri nágranni. Ég sit hérna á hæðinni fyrir ofan þig í Garðastrætinu og þykist vera að skrifa þér póstkort frá New York. Alla ferðina var ég með hugann við þetta loforð sem þú tókst af mér; að skrifa þér póstkort, en það var í svo mörgu að snúast að ég kom því aldrei í verk. Svo nú sit ég hérna á hótelherberginu mínu á 42.hæð og horfi útum gluggann. Skýjakljúfarnir vaxa upúr þokumistrinu og handan við þá glittir í Esjuna.  Ég er í góðum fíling að gæða mér á burrito og á eftir ætla ég að skella mér niður á Union Square og fá mér kaffi í Eymundson. Þaðan liggur leiðin sjálfsagt í Central Park að gefa brabra brauð og hver veit nema maður endi daginn í Brooklyn... Ég þarf alla vega með einhverjum ráðum að komast í BYKO til að kaupa kassa og frauðplast undir píanóið sem ég keypti af gamalli konu í Upstate Mosó. Vona að þú hafir það gott á skerinu. Þinn vinur, -Dagur." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helvítis melspíran.  Það verður þó að virða huginn.  Þetta er ljúflingur. Verst að þið getið ekki skroppið í Kebab á Ground Zero lengur...

Jón Steinar Ragnarsson, 29.8.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Ibba Sig.

Einhvern tímann lágu leiðir okkar Dags Kára saman í vinnu. Hann var ekkert mikið að hafa sig í frammi en það tók ekki langan tíma að fatta að þar fór húmoristi dauðans og með afbrigðum klár strákur.

Alger perla þessi melur! 

Ibba Sig., 30.8.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband