17.10.2007 | 19:12
Gaukurinn
Einhversstaðar í Brooklyn - 13:43 að staðartíma. Þrír piltar rölta rólega um Clinton Hill, villast í garðinu hjá Pratt listaskólanum. Komast heilu og höldnu heim. Náðu að láta smíða aukalykla að íbúðinni.
20 stiga hiti.
Alice sem leigir mér íbúðina og býr á neðri hæðinni er lögfræðingur hjá félagsþjónustunni, alltaf brjálað að gera. Hún fékk sér páfagauk sem syngur á daginn og getur talað. Hún missti köttinn sinn fyrir nokkrum vikum og síðan þá hefur fólk boðist til að gefa henni gæludýr. Hún fékk nýjan kött en páfagaukinn keypti hún sjálf.
Drengurinn hennar er 17 ára að læra undir próf. Hann heyrist kvarta undan þeim málglaða.
Á daginn, þegar hún er úti er hún með sjónvarpið í gangi, dvd diskur með samskonar páfagaukum að syngja fyrir hinn nýja meðlim fjölskyldunnar.
20 stiga hiti.
Alice sem leigir mér íbúðina og býr á neðri hæðinni er lögfræðingur hjá félagsþjónustunni, alltaf brjálað að gera. Hún fékk sér páfagauk sem syngur á daginn og getur talað. Hún missti köttinn sinn fyrir nokkrum vikum og síðan þá hefur fólk boðist til að gefa henni gæludýr. Hún fékk nýjan kött en páfagaukinn keypti hún sjálf.
Drengurinn hennar er 17 ára að læra undir próf. Hann heyrist kvarta undan þeim málglaða.
Á daginn, þegar hún er úti er hún með sjónvarpið í gangi, dvd diskur með samskonar páfagaukum að syngja fyrir hinn nýja meðlim fjölskyldunnar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.