22.10.2007 | 13:17
Bangladesh
Ja, góðann daginn. Hvað segir fólkið. Jú, það er glimarandi gott veður hérna í Clinton Hill.
Einhverjir piltar frá Bangladesh hanga hér fyrir utan gluggan hjá mér, eru að gera við húsið og laga litla tjörn, sem á að setja tvo fiska í. Allt svo bilaðslega spennandi.
Hef verið að glápa á nokkrar myndir og skrifa. Horfði á fyrstu 30 mín af "The Shooter" - drasl. Svo langt síðan ég hef glápt á heila mynd svo ég er að taka tarnir. Horði á "The Breach", prýðileg, og svo glápti ég á Sunshine, eftir að Sunneva systir hafði skipað mér að glápa. Alger bloddí vaðandi Snilld, ótrúlega flott stuff.
Hitti nokkra dreifingaraðila sem hafa áhuga á Queen Raquela, og það er misjafn sauðurinn hér. Eitt fyrirtæki nánast sagði að þeir elskuðu myndina, og ef ég kæmist inn á stóra hátíð með hana, þá myndu þeir reppa hana (represent). Þetta er eins og segja við kærustuna sína, hey, ég elska þig ef þú vinnur fegurðarsamkeppni. Hvað varð um ókskilyrta ást í þessum heimi. Veit ekkert hvernig málin líta út, enda skiptir þessi leikur engu máli, er pretty chillaður á þessu.
Lítill heimilisgestur sýndi sig í gær, mús sem trítlar um gólfin, búið að setja upp nokkrar frumstæðar gildrur, sem eiga aldrei eftir að virka því þær eru svo vingjarnlegar, og meiða ekki neitt, nokkrir afrifnir skókassar og fleira í þeim dúr.
Svo eyðilagði ég gemsann minn einhvernveginn. Þetta verður fínt frí.
Horfinn út í daginn.
Einhverjir piltar frá Bangladesh hanga hér fyrir utan gluggan hjá mér, eru að gera við húsið og laga litla tjörn, sem á að setja tvo fiska í. Allt svo bilaðslega spennandi.
Hef verið að glápa á nokkrar myndir og skrifa. Horfði á fyrstu 30 mín af "The Shooter" - drasl. Svo langt síðan ég hef glápt á heila mynd svo ég er að taka tarnir. Horði á "The Breach", prýðileg, og svo glápti ég á Sunshine, eftir að Sunneva systir hafði skipað mér að glápa. Alger bloddí vaðandi Snilld, ótrúlega flott stuff.
Hitti nokkra dreifingaraðila sem hafa áhuga á Queen Raquela, og það er misjafn sauðurinn hér. Eitt fyrirtæki nánast sagði að þeir elskuðu myndina, og ef ég kæmist inn á stóra hátíð með hana, þá myndu þeir reppa hana (represent). Þetta er eins og segja við kærustuna sína, hey, ég elska þig ef þú vinnur fegurðarsamkeppni. Hvað varð um ókskilyrta ást í þessum heimi. Veit ekkert hvernig málin líta út, enda skiptir þessi leikur engu máli, er pretty chillaður á þessu.
Lítill heimilisgestur sýndi sig í gær, mús sem trítlar um gólfin, búið að setja upp nokkrar frumstæðar gildrur, sem eiga aldrei eftir að virka því þær eru svo vingjarnlegar, og meiða ekki neitt, nokkrir afrifnir skókassar og fleira í þeim dúr.
Svo eyðilagði ég gemsann minn einhvernveginn. Þetta verður fínt frí.
Horfinn út í daginn.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú ert staddur á einhverri almennilegri leigu leitaðu þá uppi Ne le dis à personne eða Tell No One. Þrusugóður franskur tryllir frá 2006.
Vignir, 25.10.2007 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.