Leita í fréttum mbl.is

Framhjákeyrsluskothríðir

Picture 18Þetta rúllar allt hérna í rólegum heitum. Búin að vera skrifað eitthvað - aðallega finnst mér skemmtilegast að fara á lítið kaffihús hérna, panta mér cappucino, setjast, vera innanum fólk, líta upp af og til, sötra, þykjast að vinna. Geri voða lítið, nema þegar ég hef vit á a loka f. netið.

Ég verð seint talinn mikill leikhúsmaður, fór þó í gær. Pínkulítið stykki einhversstaðar upp á Manhattan í litla leikhúsinu hans Imperioli. Fínn mannskapur og lítið partí eftir sýninguna þar sem ég hitti helstu leikarana úr fínum mafíuþáttum. Gott lið og áhugavert. Margir vissu heilmikið um Frónið, Steve Schirripa talaði um að hann myndi fyrr svelta sig í hel en að borga 20 dollara fyrir samloku á Íslandi (Imperioli fór oft í 10-11 þegar hann var við tökur á Stóra Planinu, hefur greinilega lekið þessu í hann). Sérstaklega var þó gaman að tala við Sharon Angela sem leikur Rosalie Aprile.

Þarna hitti ég líka stúlku sem sér um að ráða leikara fyrir Law and Order. Ég fleytti því strax fram að mamma væri súper-aðdáandi, nema hún kallaði þættina jafnan Love and Order. Daman brosti við því, og sagði "everybody's mom likes the show".

Svo hef ég verið að lesa Herra Tolle (Power of Now), bók sem Harpa Arnardóttir leikkona lánaði mér fyrir allöngum tíma. Skelfilegt að lesa þetta, þarna er bara lífs sannleikurinn holdi klæddur. Þetta er eins og lesa búddisma, nema Tolle setur þetta ferlega einfalt og fallega fram.

Svo sendir hann Biggi bróðir mér reglulega einhver heilræði í email - og mamma sendir mér fullt. Hérna er eitt lítið frá Bigga:

In dwelling, live close to the ground. In thinking, keep to the simple. In conflict, be fair and generous. In governing, don't try to control. In work, do what you enjoy. In family life, be completely present.

Að öðru leyti er lítið að frétta héðan úr gettóinu í Brooklyn. Maður reynir einfaldlega að forðast allar framhjá-keyrslu-skothríðir og vera ekki mikið að abbast upp á fólk svona upp úr þurru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband