Leita í fréttum mbl.is

Nútímaljóð frá Jórvík

Það er eins og að vera annarsstaðar í sjálfum sér hérna í New York. Maður er saklaus frá flestum hegðunartengslum sem maður hefur myndað í kringum sig á Fróni.

Þetta hefur alltaf blundað sterklega í mér, að vera laus frá öllu og öllum og þannig mynda sterk tengsl við sjálfan mig í gegnum heiminn. Þessi einkaréttur sem við stundum rekum í rassinn á öðrum en sjálfum okkur er óþægilega og óréttlætislega til lagður á allann hátt. Samt gengur þessi setning hjá mér ekki upp, þetta er allt svo öfugsnúið og óútreiknanlegt. Og flestir búa til bráðabirgðalausn til að trúa á, standa við og verja, bara til að hafa einhverja lausn.

Þessum dreng finnst fínt að vera týndur í skilningsleysismyrkrinu, að leita.

Bestu stundirnar hérna eru þegar ég er ekki að þykjast að vinna, þegar ég sit í neðjanjarðarlestinni og set mig í unglingshugsanir, spái í liðið. Sá stóran fallegan kött í lestinni í dag, sem reyndist vera stálpsleg rotta, nokkuð um vein og læti. En hún truflaði ekki einbeittan ungling í að spá í hegðun fólksins. Án orða. Vil ekkert fara nánar út í það, en rottum er þónokkuð mismunað frá köttum af okkur mannfólkinu. Rölti um Manhattan í þrjá tíma í gær. Tók einhverjar myndir.

Fór í leikaraskóla í gærkvöldi, horfði á kennara brjóta nokkra nemendur niður. Simon Cowell hvað. Hitti aðra tvo leikara í kaffi við barnes n nobles á union square og við böbbluðum um einhverjar hugmyndir sem ég hef verið að hripa niður.

Ég veit oftast ekki hvað ég kem mér útí, ég þoli illa skipulagða hamingju, vil að hún sé óvart, að hún gerist óvart, svona eins og þegar fólk verður skotið í bíómyndunum. Ég hef því verið duglegur (og skipulagður) að koma mér í asnalegustu aðstæður hér, þrátt fyrir að ég sé með sæmileg landamæri fyrir því að geta gert grín að sjálfum mér þá er ýmislegt hérna sem ekki er eftir hafandi.

Hitti Dag Kára í kínhverfinu og liðið frá Zik Zak, passaði mig á því að spyrja hann ekkert út í myndina sem hann og Zakkararnir eru að undirbúa hérna.

Dreymdi mína eigin jarðaför í fyrradag. Þar sem Johnny Cash og Bob Dylan fluttu lag (í eigin persónu), það voru allir frekar glaðir (ehmm), man bara að mamma var að sussa mikið á hana Sunnevu systir sem gat ekki setið kyrr. Siggi frændi, Biggi og Benni bro héldu á kistunni (þeir voru bara þrír sem ég sá), tvær fyrrverandi kærustur sá ég þarna.

Saman sungu Johnny og Bobby á meðan þetta rúllaði áfram. Jú, sá Óla Sveins æskuvin þarna líka, hann var að gráta. Samt var frekar létt yfir, svona í heildina. Melkorka og Fríða voru að hvíslast á, kannski var Melkorka ekki ánægð með dagskrána, hihi. Benní og Hugrún sátu eins ávallt þægar og ég man eftir þeim. Var annars fín mæting, kannski út af Johnny og Bobby.

Læt fylgja lag með Johnny Cash og Bob Dylan (ég kalla þá annars bara J.B. annars væru þeir ekki að spila í jarðaförinni minni).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlega afslappað að horfa á kappann ,B, syngja með tyggjó upp í sér. Hef aldrei komist upp á lag með það. 

Syngibjörg (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Djöfull kannast ég við svona innhverfutímabil .... nauðsynleg til að geta haldið áfram.

Eva Þorsteinsdóttir, 17.11.2007 kl. 01:45

3 identicon

Það er greinilegt á öll Óli minn, að þú ert engin smá sál :)

Karólína (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband