Leita í fréttum mbl.is

Stúlkan mín

raquela
Myndin Queen Raquela, eða Raquela drottning komst inn á Berlínarhátíðina.
Það er vægt til orða tekið að ég sé glaður með þetta. Verkefnið hefur tekið mikinn toll. Mörg fjármögnungarferðalög út um alla evrópu síðustu tvö árin án árangurs.

Ég fékk styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, sem og frá Norræna kvikmyndasjóðnum sem auðnaði mér að framkvæma verkið. Annars tókst ekki að fullfjármagna, amk ekki enn sem komið er. Í peningavæli hérna heima hefur ekkert gengið, fólki finnst þetta eitthvað einkennilegt fyrirbrigði, stúlkurnar með typpin.

Við búum í svo lokuðu boxi hérna heima, sjáum ekki framúr okkar landsteinum, en þykjust gera það, heimsborgarinn í okkur nær einungis til Eiða Smára í Barcelona, til Glitnisútibús í Kína, það er allt og sumt.

Til að gera okkur aðeins heilbrigaðri, víðsýnni, væri ágætt að taka Íslendinga, í hópum (ég skal vera fremst), niður í Nauthólsvík og rasskella, fyrir smáborgarahátt. Ekki vegna þess að Ólafur litli kvikmyndagerðarmaður fær ekki pening í myndina sína og er að væla, heldur væri þetta bara gott fyrir okkur, sérstaklega í ringingunni í desember. Aðeins að vakna.

Fólk er hætt að heilsa hérna, fólk er hætt að tala saman í búðum, hvað þá brosa sem yfirleitt er tekið sem nauðgunartilraun. Almennur kuldi, frekja, unglingaveiki á háu stigi óháð aldri sem hrjár Frónsálina fyrrum fögru.

Tek þó fram að ég er í afar góðu skapi að skrifa þetta, held ég sé ekki að láta gjósa hérna.

Hvað um það. Typpi og stelpur.
Þetta kynjatal er svo ótrúlega heterósexual. Í fyrsta skipti hefur mér liðið eins og ég væri öfugu megin við kynjalínuna, við þetta peningavæl, misskilinn kvikmyndagerðarlegur-hommi sem heimurinn neitar að samþykkja. Hefur verið holl lexía, að hlusta á hvern vitringinn á eftir öðrum benda mér á að þessi myndi gengi aldrei. En svo er það auðvitað, að myndin hefði eflaust ekki verið eins sterk nema við þennan mótbyr.

Á þessum árum sem ég hef verið að skrimta, þá eru skemmtilegustu tímarnir þegar maður á ekki baun fyrir boru, þá verður maður klárari, snjallari með neyðinni sem nakta konan spinnur. Auk þess er maður miklu öruggari um að finna sanna ást, þær eru þá ekki á eftir peningunum.

Guðséloffyrirkvikmyndamiðstöðíslandsognorrænasjóðinn :)

Tjámm.
Þessar stúlkur, þessi stúlka sem myndin er um ... eiga þetta svo algerlega skilið að hafa komist þarna inn. Mér finnst ég ekkert eiga í þessu verki, fór út úr líkamanum, eins og ég ætti að gera þetta. Ég er svo stoltur af henni Raquelu minni, götustráknum sem einhver vesturlandabúi rambaði á haustið 2005 í Cebuborg. Nú segir hún söguna um hinn ómögulega draum stelpustráka, og á Berlínarhátíðinni.
Til hamingju stúlkan mín fagra.

Sjá meira um myndina hérna:
THE AMAZING TRUTH ABOUT QUEEN RAQUELA
(Tja, eða HINN ÓTRÚLEGI SANNLEIKUR Á BAKVIÐ RAQUELU DROTTNINGU):
http://www.queenraquelathemovie.com


(hneigi mig eins og stúlka).

Snjóli. Knúdelrídú ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg

spennandi mynd vona ég fái að sjá hana.

já það er satt, með að fólk sé hætt að heilsa og brosa.

Ég sjálf hef staðið mig að því að  brosa sjaldnar til karlmanna undanfarið af því þeir virðast halda að ég sé að reyna við þá með því að sýna þeim bros. ísland er orðið skrýtið land fólk er hætt að brosa og ef það brosir þá þarf einhver meining að vera bakvið brosið pufff

gangi þér vel

Ingibjörg, 18.12.2007 kl. 03:03

2 identicon

Til hamingju með þetta! Bíð spenntur að sjá endanlegu útgáfuna. Skemmtileg var hún í þeirri fyrstu. kv.Finnur

Finnur (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:21

3 identicon

Innilega til hamingju með þetta. Sá einmitt litla frétt um þetta þegar ég fletti mogganum í gær:O)

Og svo er ég innilega sammála þér með þessa undarlegu hegðun sem við Íslendingar erum farin að temja okkur. Eiginlega fáránlegt ef maður hugsar út í það og eins og Imba segir þá er maður alveg hættur að þora að vera almennilegur og brosa sérstaklega til karlmanna því þeir væru vísir með að misskilja mann.

Óska þér svo gleðilegra jóla .

 Hef alltaf gaman af því að kíkja hér inn annað slagið.

kv

BG

Syngibjörg (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Hvað með að athuga hvort Spánverjarnir eru ekki til í að setja smá pening í myndina þína. Það eru allavegana ansi margar drottnigar þar í landi. Þó nokkrar héldu til fyrir utan hurðina hjá mér í Madrid ;)

Ósk Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 19:41

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Innilega til hamingju..vonandi fæ ég að sjá myndina þína einn góðan veðurdag. Það er fólk eins og þú sem kemur með snillina....!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband