Leita í fréttum mbl.is

45 mínútur

kentucee_shoot

Jæja, það er komið að því. Hvað getur maður gert á 45 mínútum. Berlínarhátíðin er búin að bjóða Stefan Schafer og Olaf de Fleur að vera "Opening guests" og að babbla í 45 mínútur á Berlinale Talent Campus. Þá loksins getur maður prumpað út lífsspeki sinni yfir 500 nýliða. Nú get ég hætt á toppnum. (Eða, við fáum að tala í 45 með fullt af öðru liði)

-

Og tökur hérna á nýja verkefninu "Ken'tuc'ee 1571" rúllar svona ágætlega. Liðið hérna galopnar augun því ég vinn bara á leikskólatíma frá 9-5, sem allir eru ferlega ánægðir með. Ég geri þetta aðallega vegna þess að ég er latur, vil bara komast heim og klippa. Var að taka í rútu í gær f. utan New York, voða gaman. Erfitt að pissa í henni. Lýk tökum hérna á morgun, skýt örugglega meira í Apríl í þetta, bæði heima og hér. Veit ekki alveg hvað ég er að gera en fínt að hafa það þannig.

-

Sofna vel þessa dagana. Dreymi í gær að væri að smala rollum við Saura heima í Búðardal, Siggi frændi var þarna, Amma, Afi og mundi. Fengum pönnukökur. Sól og hlýtt. Var gaman því þetta var minning sem ég var búin að gleyma. Gott ef Eyþór frændi var ekki þarna líka.

-

Hverfið hérna sem ég bý í er frekar óáhugavert, pólverjar og ítalir, er eins og Grafarvogurinn á slæmum degi. Samt ekki úthverfi. Fór því í gamla hverfið í fyrradag, í húddið og fékk mér samloku hjá afrísku ameríkönunum.

Jæja, þarf að fara sinna barninu.
Ljúfar, snjóli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband