Leita í fréttum mbl.is

Viðhorf

taxiLeigubílstjórar í New York nenna ekki að keyra mann, þeir keyra bara ef maður er að fara í sömu átt og þeir vilja. Einn rússneskur sýndi mér þá góðmennsku að keyra mig yfir í Brooklyn.
Gatnamót, grænt ljós. Bíll keyrir í veg fyrir okkur, var seinn á þeim rauðu hinum megin frá. Það er afrískur ameríkani sem keyrir. Rússi flautar. Sá þeldökki gefur honum svipljóta grettu.
Rússi mumlar "Ugly monkey", svo lágt að enginn gæti heyrt. Sá afríski keyrir í burtu.
2 mín síðar.
Sá afríski brunar framfyrir taxa og í veg fyrir bílinn, gengur út úr honum á miðri hraðbraut og að bílstjóranum, hallar sér fram í gegnum opna bílstjórarúðu og spyr kurteislega "who the fuck are you calling an ugly monkey motherfucker". Mér er það enn hulin ráðgáta hvernig í ósköpunum hann hefði getað heyrt þetta. "Why don't you common out and I'll whip your white ass you racist motherfucker." Rússi þegir, mumlar "you cross me at intersection ... ". Ég hræddur afturí, þorði ekki að pípa mig inn í þetta.
Síðan fór drengurinn í burtu í bílinn en var ekkert að færa hann strax þannig að rússinn gat ekki farið. Græjurnar voru settar í botn og harkalegt viðhorfs (attitude) rapp með bassann þannig að bílinn hjá rússanum titraði. Ljúfur hversdagsleiki hinum megin við Manhattan brúna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Afrikaisi og Djabenusiri

Vá. Þetta er vægast sagt ótrúleg saga.

Afrikaisi og Djabenusiri, 17.6.2008 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband