14.7.2008 | 23:36
Phone and I
Á 3rd Street Promenade koma saman margir listamenn á degi hverjum í þeirri von um að vera uppgvötaðir - ótrúlegt samansafn af fólki sem er miss-gott í framsetningu.
Þegar ég kem úr ræktinni þá situr hann Eros litli Ramazotti f. utan og jarmar ítölsk ástarljóð, "questa notte con teeeeeeeee ... " eða "þessi nótt með þéeeeeeeer" ... Svo eru litlar skrítnar fjölskyldur sem eru í nýjum, ávallt jafn fjöllituðum fimleikabúningum sem hoppa og skoppa hingað og þangað um götuna.
Svo koma líka þeir sem eru búnir að meika það og syngja fyrir aðdáendur. Á myndinni má sjá langa röð af iPhone kaupendum, og fyrir utan stendur stúlkan sem gerði lagið sem fer svo auðveldlega á heilann á manni "kiss me", minnir að hún heiti Leigh Nash og var eða er í hljómsveitinni Sixpence None the Richer (name-dropping mar).
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.