Leita í fréttum mbl.is

Rúntur

park

Skellti mér í garðinn hérna við gistiheimilið í Bangkok í morgun. Þetta var bara eins og í húsdýragarðinum heima. Þarna var kona að fiska eitthvað drasl uppúr pollinum og einhverjar skvísur að kynna leik þar sem maður gat unnið sér inn sjónvarpsæki með því að skrá sig hjá símafyrirtæki. Mjög spennandi. Markaðsboðskapurinn er öskraður í hátalarakerfi langt yfir annars friðsælan garð.

Það er rigningatímabil hérna, kemur hressilega niður á hverjum degi. Þegar það rignir flýja allir inn, nokkuð sem ég skil ekki, því lóðrétt rigning í þrjátíu stiga hita er eitthvað sem fer fel á íslenskt skinn. Fyrir innfædda er smá rigning "ofsaverður" - við höfum öll þörf fyrir drama í lífinu, svona til að finna fyrir eigin tilvist.

Skellti mér í nudd, þær eru alveg rosalegar hérna stúlkurnar, allar í kringum 145cm á hæð, hoppa á bakinu á manni og klessa manni til hægri og vinstri. Stundum fara þær óþægilega nálægt Hljómskálagarðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Fórstu í alnudd eða bara nudd

Ómar Ingi, 16.8.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband