Leita í fréttum mbl.is

Galar fagrir

Frumsýning loksins á Queen Raquela. Fínt að vera búin að þessu. Kvöldið tókst nokkuð vel. Að minnsta kosti sannfærir maður sig um það. Það skemmtilegasta við að frumsýna er maður fær tilefni til að hitta fólk úr fortíðinni, gamla góða vini og fjölskyldu.

-

Átti langt og gott spjall við góðan mann í morgun til að hefja daginn. Hann Ásgrímur Sverrisson spekúlat las mér ákveðna tölu um íslenskt samfélag þar sem ég er að fara gera mynd að hluta til um það. Merkilegt hvað maður er lítt kunnugur sögunni. Fékk góða skólun í morgungjöf.

-

Hitti hund sem er ellefu ára, eða sjötíu og sjö ára í mannaldri. Hann var furðu unglegur að sjá. Aðspurður kvaðst eigandinn halda að það væri skírlífi hundsins að þakka.

-

Það er gaman að fylgjast með gróðrinum í Reykjavíkurborg í göngutúrum, náttúrunni virðist alveg sama þó hér séu læti vegna fjármuna. Lætin eru fín afþreying frá enska boltanum eða borgarmálum um strætóleiðir, flugvöll eða hreinsun andarskíts úr Reykjavíkurtjörn.

-

Er að leika mér í að gera glataða tónlist í einhverju lágmannsforriti, þarf að finna mér kærustu sem ég get sagt upp með því að nota afsökunin "ég þarf að einbeita mér að tónlistinni minni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Respect

Ómar Ingi, 10.10.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Komst ekki á frumsýninguna - en takk fyrir boðið. Var Ási spakur? (sbr. speki)

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.10.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband