1.7.2007 | 17:44
Viðtal Queen Raquela
Viðtal við kvikmyndastrákinn á einhverju norrænum vefmiðli um Queen Raqulea sem kemur út í haust:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 17:34
Að vera Svíi
Ég er sænskur að uppruna. Það vita þetta ekki allir. En þeir hjá AC Media Company vita þetta greinilega.
"Michael Imperioli (Christopher Moltisanti): Intense actor who played the creepy Christopher Moltisanti to sociopathic perfection is an actor/writer/producer. Imperioli wrote five episodes of "The Sopranos". and the 1999 Spike Lee thriller "Summer of Sam". He is currently working on a pilot script for HBO. Imperioli just finished filming a film by Swedish director Olaf de Fleur Johannesson, "Higher Force". He has appeared on "Law and Order". He and his wife, Victoria Imperioli, founded a nonprofit off-Broadway theater group."
Linkur: AC Media Company
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 19:45
Stóra Planið - Viðtal Eggert Þorleifsson
Hér að neðan má sjá samskonar viðtal og við Pétur Jóhann. Tek fram að þetta er allt á léttu nótunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 17:22
Heimsins höf
Maður spyr sig oft í þessu kvikmyndaströggli hvort maður nenni þessu basli.
Það hjálpar mjög að ástin fyrir miðlinum er botnlaus.
Þrátt fyrir það vaknar oft sú spurning fyrir hvern maður sé að þessu. Augun stara á bankabók fyrirtækisins og ekki laust við að svitinn renni niður áhyggjuennið.
Maður vinnur sig í botn, aftur og aftur. Og ekki koma launin frá veraldlega heiminum. Ég hef verið í þessu í rúmlega tíu ár (hljóma vissulega eins og bitur leigubílsstjóri), er skuldlaus, á ekki baun með gati í.
Auðvitað hefur verið mjög gefandi að vinna öll þessi verkefni, kynnast öllu þessu fólki. Ég þakka samt fyrir að eiga ekki fjölskyldu sem ég þyrfti að sjá fyrir. Að ekki sé talað um hér á hinu ofurdýra Fróni.
Það eina sem eyðileggur þessa paradís sem við búum í er verðlagið, sjálfsfrekjuhátturinn í að græða sem mest. Auðvitað er ég að garga þetta af hliðarlínunni því ekki er ég, né langflestir aðrir ábúendur, að taka þátt í kappleiknum svo mark sé á takandi.
Þetta er auðvitað eitthvað tuð frá svartsýnu nöldurhorni heilans. Einhver vælandi sjálfsvorkunar tónn sem er engrar athygli virði. Í mesta falli fær þetta nöldurhorn plássið hér á blogginu.
Á móti þessu nöldri stendur andagift, dýpri en öll höf heimsins, bjartari en öll atóm sólarinnar.
Það skiptir engu máli hvað við gerum í lífinu, það reddast allt á endanum ... og við deyjum. Því er ástæðulaust að nöldra of mikið.
Við vitum alveg hvernig myndin endar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2007 | 22:29
Stóra Planið - Viðtal við Pétur Jóhann
Á meðan maður klippir Stóra Planið (eða amk reynir) dunda aðrir sér hér á efstu hæðinni í húsi verslunarinnar (eða þannig) við að klippa "making of" efnið. Mér er minnisstætt þegar ég las pistilinn hans Jóns Steinars um "making of" - eða "á bakvið tjöldin" sem hann skrifaði. Þar gerði hann góðlátlegt grín að þessu.
Okkur datt því í hug að gera annarskonar útgáfu af þessu. Að láta mig, piltinn ljúfa líta út eins og nasista á gelgjuskeiðinu og leikarana sem fórnarlömbin mín. Tek fram að allt er þetta gert í gríni. Þið getið séð fyrsta hluta úr þessu hér að neðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.6.2007 | 14:01
Barkakýli úr tré
Fékk þetta upplesið í síma áðan. Úr ljóðabókinni "Barkakýli úr tré" eftir Þorstein Guðmundsson.
-
Kjáni og bjáni áttu börn eitt þeirra var með erfitt lundarfar.
-
Eftir að hann skaut mömmu sína missti hann samúðina og allir fengu leið á honum.
-
Það hringdi í mig smjör sem var hrætt við brauð, ég skellti á.
Vaðandi snilld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2007 | 14:29
Stóra Planið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2007 | 23:44
Queen Raquela
Ásamt því að reyna klippa Stóra Planið er ég að vasast við að gera lokaútgáfu af Queen Raquela - myndinni um stelpustrákana á Filippseyjum sem dreymir um að giftast hetero-karlmanni.
Upphaflega ætlaði ég að gera heimildamynd - en hugsaði svo, hví í ósköpunum ætti að gera enn eina myndina með talandi hausum um kynjaskilgreingarfræði. Bara gera plain, direct kvikmynd, leikna um drauma þeirra.
Það var úr, ég fann aðalsöguhetjuna, Raquela, með hjálp meðframleiðanda á Filippseyjum, í henni kristölluðust allt það sem ég vildi segja. Hún lék því sjálfa sig fyrir mig - úr varð ein geggjuð vegamynd sem hefst á Filippseyjum og endar ... tja ... má kannski ekki segja það strax. Við sögu koma, ásamt Raquela, stelpustráka-pimp í New York, íslenskur stelpustrákur og margir fleiri.
Hafði ekki horft á verkið í þrjá mánuði, á meðan við vorum að skjóta Stóra Planið, og þegar ég horfði aftur á það í gær sannfærðist ég aftur um að ég hefði gert rétt. Þ.e. að gera úr þessu mynd en ekki heimildamynd - þó vissulega noti ég heimildastílinn.
Það sem maður gerir ekki til að sjálfsréttlæta eigin angrandi hugarferla. Tjah ... Sjá brot úr Queen Raquel a hér að neðan:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 23:33
Lu Yu á ferðalagi
Kínverjinn okkar sem leikur "Stóra Planið" ... eða Higher Force eins og hann kallar sig í myndinni - skrapp í lítinn túr um helgina ásamt Kristínu Andreu framkvæmdastjóra Poppoli og Rune Kippervik.
Þó Rune þessi Kippervik sé norðmaður þá er hann mjög góður myndatökumaður sem og ljósmyndari. Hann festi þetta augnablik á ferð þeirra um helgina.
Ég var að sjálfsögðu bara að heima að þykjast að vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 23:26
Flóttaleiðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)