Færsluflokkur: Bloggar
19.2.2007 | 20:17
Höfrungar
Einhverntíma fór ég niður á höfn með myndavélina mína. Var með hausverk, pirraður og ákvað að reyna gera eitthvað sniðugt. Aldrei þessu vant tókst það. Kynntist yndislegri manneskju. Hér er piltur að nafni Böðvar Markan:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 15:38
Kvikmynd - Skákskóli Guðmundar Arasonar
Hérna er eitt stykki mynd um Guðmund Arason járnkaupmann, skákáhugamann og boxfrömuð. Myndina gerði Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmður og undirritaður framleiddi. Myndin er 28 mínútur. Þetta er tilraun, um hvort ég geti sýnt hér gamlar forvitnilegar myndir fyrir ykkur. Endilega látið vita ef einhver vandkvæði eru við sýningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 13:45
Klám
Feministar, biskupinn og bara allir í pólitíska rétttrúnaðar klámbransanum keppast um að segja hvað klám sé vont. Þetta er álíka barnalegt og að segja að stríð sé vont. Það vita það allir.
Byrja á því að ryksuga heima hjá sér, þá kannski getum við farið að hjálpa nágrannanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 16:55
Kvennabrekka í Dalasýslu
Ingibjörg Sigurðardóttir heimsækir prestsetrið á Kvennabrekku í Dalasýslu. Hún rifjar upp þegar hún kom þangað fyrst með eiginmanni sínum, Eggerti Ólafssyni árið 1952.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2007 | 00:53
Lífið er prump
Ég hef oft líkt hverri sál sem afturenda - þegar við höldum að við séum eitthvað þá erum við að prumpa. Eins unggæðingslega og þetta kann að hljóma þá finnst mér margt til í þessu. Einhvernveginn, þegar við blindumst af eigin egói þá er okkur hrint pínulítið svo við lærum þá einföldu lexíu að við erum fyrir sjálfum okkur á framþróunarbrautinni.
Ég var að hugsa eitthvað á þessa leið þegar ég skaut rammana hér að neðan ásamt góðu fólki í Bangkok :
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.2.2007 | 00:18
Stríðsöxin grafin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2007 | 22:25
Ég er í Ástralíu, að ég held
Kemur í ljós að þessi alnafni minn er búsettur í Ástralíu og var að biðja mig um eintak af "Act Normal" fyrir kvikmyndaklúbbinn sem hann rekur þarna á hinum enda jarðarinnar.
Ég sendi fagurnafnanum mynd og góðar kveðjur með. Þá minntist hann á að hann hafði alltaf ætla að feta kvikmyndastíginn. Af einhverjum örsökum varð það ekki.
Mér er því spurn hvort ég sé sjálfur í Ástralíu að reka kvikmyndklúbb, að hafa samband við nafna minn á Íslandi.
?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.2.2007 | 19:21
Hamingjusamur afturendi
Þessvegna kemur mér á óvart hversu hissa fólk er þegar maður skiptir um skoðun á einhverju, það er eðlilegur gangur en ekki hitt. Ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2007 | 19:25
Skemmtilegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 19:14
Afhommun
Segi við þessu, hvernig getur Guð verið Guð ef hann skilur ekki allt sem undir sólu svífur. Hvurnig í ósköpunum dettur einhverjum okkar að setjast í dómarasæti yfir svona löguðu.
Hinsvegar eru svona skoðanir fylgifiskar lífsins, við erum öll á misjöfnum stað í ævihring lífstrésins og auðvitað ber maður virðingu fyrir því. Samt leiðinlegt þegar frekja, þröngsýni og þrýstingur virðast vera sterkari áróðursöfl heldur en hið mjúka í nútímasamfélagi.
Málefni hjartans eru ekki reikningsdæmi eða rökræður - eins og afhommunar umræðan hefur leiðst út í.
Verum góð við hvert annað. Bannað að meiða.
Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)