Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Íslandsfræði - Gjósemi

sbu0028lAð ganga um götur Reykjavíkur er eitthvað súrrealískt. Mér finnst ég aldrei eiga heima hérna, þó mér finnist það. Einhvern veginn er þetta eins og að vera á stóru hóteli. Gestirnir eru sérlundaðir spengir sem gefa sig sjaldan á tal af fyrra bragði. Þeir gjóa augunum á mann svona af og til, til að athuga hver sé á ferð, hvernig hann líti út.

Þetta gjóunar-element er það sem einkennir Íslendinga - að athuga "hinn" - á mörgun stöðum erlendis er þetta ekki mikið stundað, eða amk betur falið. Þar virðist  fólki vera nokk sama um útlit og atferli. Þetta hefur eitthvað með fæðina að gera og þetta er eflaust hluti af arfleið bóndans í okkur.

Velmegun Íslands

Hérna er nokkuð sem ætti að hengja upp á hvern einasta vegg á Íslandi, inni sem úti (sjá neðan). Samfélagið okkar er á góðri leið með að drukkna í "velmegun". Það sem er svo merkilegt að þetta monní-skrímsli virðist vera ósýnilegt þó það sé allstaðar. Það eru fáir sem taka ábyrgð á þessu, það þarf að taka all-nokkra peningamenn og rasskella fyrir að sýna litla ábyrgð gagnvart samfélaginu sem þeir þrífast á:

"1. (Útláns)vextir á Íslandi eru þeir mestu í heimi - mestu okurvextir "í sögu mannsandans".

2. Bankarnir eru böl - þeir eru frekir á fóðrum.

3. Krónan er mjög tæpur/hæpinn gjaldmiðill. Ástandið er óeðlilegt og krónan er viðskiptahindrun.

4. Íslensk fyrirtæki hafa vanist við að ríkið bjargi þeim (með gengisfellingum og slíku) - tími kominn til að "einkavæða einkareksturinn".

5. Verðlag á Íslandi er okur - við búum við hæsta verðlag í heimi. Landbúnaðarvörur veita "verðleiðsögn" - toga upp verðlag á annars óskyldum vörum.

6. Verslunin hefur hækkað hjá sér álagninguna: Var 19-22% fyrir tuttugu árum en 33-34% nú. Þetta gerðist einkum frá og með árunum 1998-2000, en á sama tíma lækkaði álagningin í Evrópu. Þessi þróun er falin; verslunarkeðjur eins og Hagar/Baugur geta látið hagnaðinn og framlegðina koma fram á öðrum sviðum en smásölunni, t.d. í heildsölunni og eignarhaldsfélögunum (með hækkun á leigu osfrv.) Tal um "bara 15% álagningu" er hlægilegt.

7. Tollar og umsýslugjöld eru út úr öllu korti á og fjármálaráðherra virðist engan áhuga hafa á því að breyta því, heldur hafa áfram hundruði manna að koma í veg fyrir "að við getum keypt ódýra vöru".

8. Hagar/Baugur eru með ráðandi stöðu og eru í raun sú Verðlagsstofnun sem við búum við. Baugur fær mikinn afslátt frá birgjum án þess að það komi fram í verðlagi þeirra.

9. Fólk býr við vinnuþrælkun á Íslandi og vinnuvikan hefur lengst úr 44 í 53 klukkustundir. Þetta er misnotkun á auðlindinni vinnuafl.

10. Tekjur ríkisins hafa vaxið ævintýralega mikið; frá 1994 til 2004 úr 700 þúsund krónum á mann í 1.100 þúsund krónur á mann. Hlutur tekna ríkisins í þjóðartekjum í heild hefur snarhækkað. Misrétti hefur aukist í landinu og ljóst að það er fyrst og fremst ríkið sem hefur staðið fyrir því, ekki (aðrir) launagreiðendur - aukning misréttis er: fjármálaráðherra."


(Eftir Guðmund Ólafsson, birt á bloggi Egils Helgasonar).

Þreyta

sleepy_guy Ég skil þetta ekki alveg. Þegar ég er á Íslandi þá er ég þreyttari heldur en annarsstaðar á hnettinum. Mig grunar að það að búa hér sé svo áreitandi að það hálfa væri nóg. Nú hef ég verið hér og hvar um heiminn að vinna í gegnum árin, fullur af orku og einbeittur. Maður sér muninn - hér heima er stöðug skothríð úr öllum áttum, bara póstlúgan ein reytir mann til reiði, 70% bréfa eru hreinn óþarfi, veðrið, myrkrið, síminn, tilætlunarsemis-samfélagið ásamt röfl skrifum eins og þessum sem þú ert að lesa. Ætli þetta sé ekki stundar pirringur, þegar maður setur allt í samhengi þá er ekki undan neinu að kvarta, þannig að í augnablikinu ætla ég að flokka þessa þreytu sem vanþakklæti, skorti á fókus á ágætum eigins lífs, hætta að láta umhverfi fara í taugarnar á mér, og svíkja þessi loforð í fyrrmálið að vestrænum sið. Amen.

Ástarblaður


mynd Páll Ólafsson orti ófá ástarljóðin - kveðskapurinn er slíkur að maður skammast sín fyrir að kunna ekki íslensku. Ég er þrjátíuogeins árs gamall, og hljóma kannski áttræður við þetta blaður, en þegar söngfuglar landsins rembast við berja saman einhver hljóð þá eru nokkrar setningar sem koma fyrir aftur og aftur s.s. "Von og trú" (mjög vinsælt) "Í hjarta mér" (algengt) að ógleymanlegum veðurspám frá Nylon (mikið tala um él, vetur, snjó og rigningu).

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er nöldur frá mínum innri gamla manni, en ég verð stundum að gera þeirri hlið til geðs. Læt eitt gæsahúðarvaldandi stykki fylgja frá téðum Páli:

Gegnum myrkur gegnum él,
Gegnum fell og hálsa,
sé ég þig og sé þig vel,
saklausa og frjálsa,
blómleg eins og blóð í snjó,
blunda á kodda þínum,
æ hvað þú mín augnafró,
ert nú fögur sínum.

Konur á Filippseyjum

85-VDG-01-03 Ég hef eytt nokkrum tíma á Filippseyjum undanfarin misseri við tökur á mynd. Ég vissi lítið um landið áður en ég kom þangað, nema ég hafði lesið að þeir eiga heiðurinn af því að hafa drepið Magellan konkvistador. Hann ákvað að fara í stríð við annars friðsama eyjaskeggja og var drepinn af hershöfðingjanum Lapu Lapu. Nema hvað, ég heimsótti æði mörg heimili af öllum þjóðfélagsstigum og það sem var sammerkt með þeim var að karlmaður heimilisins hírðist ætíð út í horni (helst í skugga), feiminn og óframfærinn á meðan hússtýrur tóku manni opnum örmum, föðmuðu kröftuglega og kysstu grænan Íslending. Mér fannst þetta ekkert athugavert í fyrstu (enda vel mæðraður) en þegar ég var búin að sækja um tuttugu hús að þá voru það ætíð konurnar sem voru eins og kraftlyftingamenn í atferli og hressleika. Svo þegar maður skoðar sögu Filippseyja þá hafa margar konurnar komist til valda, auk þess sem frægum Marcos var stjórnað fullkomlega af Imeldu skósjúku. Vissulega er jafnrétti kynjanna óbótavant þar sem annarsstaðar, en maður veltir því fyrir sér hví svo sé, þegar maður sér allar þessar stórkostlegu konur og karlskuggana þeirra. Tja ...

(ljósmyndin er af Virginia Oteyza-de Guia, fyrsta konan sem varð borgarstjóri á Filippseyjum í borginni Baguio City)

Börn og Foreldrar

f1 Ragnar Bragason og Vestuport hafa unnið þrekvirki í íslenski kvikmyndagerð. Myndirnar Börn og Foreldrar eru afbragðsstykki sem höfundar getað verið stoltir af. Þetta er hreint út sagt fyrirmyndar afrek þar sem myndirnar eru gerðar fyrir afar lágt framleiðslufé og auk þess er landslagið hér á fróni í kvikmyndagerð stórum hnullungum prítt. Ég hvet alla hiklaust til að koma sér í kvikmyndahúsin og sjá Foreldra. Að sama skapi eru kvikmyndirnar dapurt merki um hve illa er hlúð að listinni hér. Enn þurfa menn að taka mikla persónulega áhættu með kvikmyndagerð, nokkuð sem hefði löngu átt að vera útdautt fyrirbrigði. Það er kannski þessvegna sem maður tekur hatt sinn og hneigir, þegar fólk sýnir slíka dirfsku við listsköpun. Til hamingju. Þetta er ekki auglýsing, ég tek skýrt fram að þó Ragnar sé kvikmyndabróðir minn, að þá þekki ég kauða lítið.  Sjá meira um myndina hér

Barnaheimili í Taílandi

Ég var fyrir nokkru í Taílandi við upptökur á mynd sem ég hef verið að berja saman. Við það tækifæri ferðaðist ég nokkuð um landið og heimsótti m.a. barnaheimili skammt fyrir utan Bangkok. Þarna er um að ræða munaðarleysingjahæli fyrir börn sem hafa misst foreldra sína eða þar sem fjölskyldur þeirra hafa ekki getað séð fyrir þeim. Myndatökumaðurinn minn Rune Kippervik hefur stutt starfsemina með ráðum og dáðum, þrátt fyrir að eiga varla bót fyrir boru af veraldlegum eignum. Hann bauð mér að koma og heimsækja heimilið sem var sérstök reynsla fyrir ofverndaðan Íslending. Ekkert sjónvarp er á svæðinu - skólastýran sagði mér að þau hefðu prufað sjónvarp í viku en við það hættu börnin að búa til sína eigin leiki og urðu háð kassanum. Þess í stað stunda börnin Yoga, hugleiða og leika sér, þau eru afar glaðvær þrátt fyrir að mörg þeirra séu alvarlega veik. Hérna er hægt að sjá nokkrar myndir frá barnaheimilinu "Baan Unrak" (Hlýtt heimili) í Taílandi. Sjá myndir

« Fyrri síða

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband