Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hatur

Síðan fólki var auðnað að ská athugasemdir á alnetið hefur komið berlega í ljós hverskonar pirringur leynist þarna úti. Að öllu jöfnu eru mun fleiri neikvæðar, jafnvel hatursfullar athugasemdir sem fólk missir út úr sér.

Einhvern spekingurinn sagði að við erum öll hamingjusöm á sama hátt. En hatrið hefur fleiri liti en regnboginn. Það er því kannski ekkert skrítið að þetta sé eftirsóknarverð tjáning.

Og, þegar horft er til kvikmynda, þá eru það iðulega erfiðleikar sem réttlæta frásögnina. Það þarf alltaf eitthvað slæmt að gerast svo hægt sé að yfirvinna það. Svo úr verði hefðbundin dramastrúktúr.

Það er eins og reiðin sé auðtjáanlegri í mannlegum orðum heldur en hamingjan. Þegar einhver lýsir yfir hamingjuástandi, þá hljómar viðkomandi ávallt ótrúverðugur.

Líklega er þetta ástæðan fyrir því að munkar stein-halda-kjafti um það sem þeir upplifa. 


Fallhlíf

Hjartað virkar eins og fallhlíf, það virkar ekki nema það sé opið.
- Las þetta á klósettinu úr heilræðabók :)


Raquela Drottning

Hér er atriði úr "Raquela Drottning" sem ég er að ljúka við þessa dagana. Stelpustrákarnir stunda internetið mikið í leit að draumaprinsinum sem lofar að koma og "bjarga" þeim.


Merkileg stofnun

Frábært nafn á stofnun.

sjá hér: http://www.actsofkindness.org 


Erfiðir tímar

Bendi Victoríu á að lesa bókina "Lífið er erfitt svo deyr maður" eftir Daniel Cornsmith (hægt að kaupa hana á Amazon, gefin út af Forlan bókaútgáfélaginu).
mbl.is Victoria segir frá ástarsorg sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttatilkynning

Eins og flestum er kunnugt var Magnús G. Ásgeirsson rekinn frá Poppoli kvikmyndafélagi í síðustu viku. Í kjölfarið var mér gert að birta tilkynningu frá Birgi Jóhannessyni stjórnarformanni og Kristínu Andrea Þórðardóttur framkvæmdastjóra Poppoli Global ehf vegna málsins. Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér að neðan.

"Vegna tíðra árása í fjölmiðlum af hendi fyrrverandi starfsmanns okkar Magnúsar G. Ásgeirrsonar neyðumst við til að svara ásökunum hans. Við höfðum heldur kosið annan vettvang en þennan en getum því miður ekki lengur orða bundist."

    1) Magnús heldur því fram að hann hafi ekki lekið nefndum gögnum (allir ættu að vita hver þau eru) og selt til keppinauta okkar. Við höfum sannanir í tölvupóstum og sms skilaboðum úr starfsmannasíma.
    2) Guðni Páll Sæmundsson er alsaklaus af ásökunum Magnúsar að hafa veist að honum fyrir utan veitingastaðinn Ölver þann 13 júní síðastliðinn. Þar ásakaði Magnús fyrrnefndan starfsmann Poppoli Global að hafa reynt að grafa undan orðspori sínu innan fyrirtækisins leynt og ljóst með ávílum.
     3) Til að fullkomna skömm sína, lak Magnús því í fjölmiðla að Ólafur Jóhannesson, ástær leikstjóri okkar hafi brotnað niður í tökum á Stóra Planinu og fundist grátandi inn á klósetti í Laugardalshöll. Þetta finnst okkur ómaklega að Ólafi vegið, sem er yfirleitt mjög stöðugur.
    4) Allir hluthafar eru beðnir afsökunar á lækkun bréfa. Unnið verður að því hörðum höndum á næstkomandi vikum að bæta skaðann.
    5) Ásakanir á hendur Margréti Th. Schon eru úr lausi lofti gripnar. Hún er saklaus um að hafa sífellt verið að áreita hann með kitli í tíma og ótíma.
    6) Að lokum sendum við Magnúsi ást og hlýju og auðvitað stórt knús.

Með vinsemd og virðingu,
Birgir Jóhannesson, c.e.o  & Kristin Andrea Þórðardóttir, e.f.p.
Poppoli Global ehf


Woody

Fyrir þá sem þekkja ekki Woody Allen, þá hefur hann gert nokkrar bráðsniðugar suttmyndir.
mbl.is Tökur hafnar á nýjustu mynd Woody Allen í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Move trailers

Þið kannist við röddina.


Dagzwerk

Ef einhverjum skyldi leiðast svo að velta því fyrir sér í hvað ég eyddi deginum - þá er hægt að sjá það hér á klippinu fyrir neðan. Einungis 44 sekúndur í dag. 

Var að klippa Queen Raquela, gengur hægt. Og þetta er líklega níunda klipp. Hélt að myndin væri orðin góð í mars - kíkkti aftur á hana og sá nokkra agnúa sem hægt er að stytta. Snýst allt um að stytta, stytta, stytta. Maður má ekki alveg drepa fólk úr list-semi.

Queen Raquela verður sýnd í kvikmyndahúsum í September líklega. Annars kemur þetta allt í ljós bara.

Þarf að klára þetta klipp áður en ég sný aftur í Stóra Planið. Er aðeins að hvíla það.

Læt auðvitað ekki fylgja með að helmingurinn af deginum fór í að spila fótbolta við Benna litla bro í playstation. Ég er bara ekki svo óþroskaður. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband