Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Skógardýrin

Það er merkilegt að fylgjast með nafnlausum "kommentum" í kerfinu á Visir.is. Þar kemur í ljós rosaleg vanlíðan og mannfyrirlitning. Þessi iðja virðist helst blómstra í skjóli nafnleyndar sem viðhefst á vefnum.

Þetta nafnleyndarkerfi má finna á mörgum spjallsíðum - það er afar ósmekklekt að sjá menn belgjast út í skrifum yfir óförum annarra á fréttasíðu. Þetta á líka við mbl.is, þar sem kommentin er þó eilítið ljúfari.

Maður veltir fyrir sér þvílík vanlíðan og hatur leynist undir grasrótinni hér.

Hvað varð um öll dýrin í skóginu sem ætluðu að vera vinir.


Tökum lokið

Wolfie_Tent44Aðaltökum er lokið á kvikmyndinni Stóra Planið. Þetta hefur verið átakalítill tími, aðallega bara skemmtilegur, óvenjulegur stuttur listi yfir bræðisköst starfsfólks. Er lítið þreyttur eftir tökurnar, enda vara bara unnið 9-5 svona mestmengis, auðvelt lipurt og létt.

Er byrjaður að klippa þetta saman og þetta lítur prýðilega út. Það lítur út fyrir að þetta verði tvær myndir. Ekki einatt tókum við upp efnið sem var í hinu svokallaða handriti heldur bætti undirritaður fjöldamörgum senum við handritið.

Ætli það sé ekki vegna þess að ég kem úr heimildamyndum, er vanur því að raunveruleikinn sé aðgengilegur myndavélinni úr hvaða átt sem er.

Við förum í enn einar aukatökur á verkinu um miðjan júní, ég læt mér ekki segjast, ætla að taka upp slatta í viðbót uns ég er kominn með allt efnið sem ég vil fá í hús.

Ælta að fara í sund. Si, Grande.


Skapgerð

Wolfie_Tent36 Það líður að lokum í aðaltökum á kvikmyndinni Stóra Planið. Við erum í lokaskrefunum í vikunni. Ferlið hefur gengið áfallalaust fyrir sig, því miður hef ég ekki náð að reka neinn, ekki einu sinni fengið að missa stjórn á skapi mínu almennilega. Mér skilst að slíkst gerist með alla alvöru leikstjóra og því hef ég ákveðið að hugsa alvarlega minn gang í þessu. Maður verður, kvikmyndasögunni samkvæmt að vera með alvarlega skapgerðarbresti til að geta skapað. Er það ekki? :)


Miðvikudagur í maí

olaf-de-fleur-brownVorum að taka í dag í Keiluhöllinni. Sigurjón Kjartansson og Pétur Jóhann Sigfússon voru að spila keilu á meðan Ilmur Kristjánsdóttir truflaði þá með tilfinninga- og kærustumálum. Skemmtilegt stöff enda frábærir leikarar.

-------

Fór út að skokka til að skola kroppinn. Fannst þetta einu sinni leiðingleg iðja en nýt þess meira með árunum.

------- 

Í keiluhöllinni hitti ég fólk úr Búðardal, hana Dídí grunnskólakennara sem siðaði mig til betri manns á æskuárunum, Svan og hana Beggu. Allt fólk sem ég ber hlýhug til vegna þeirra hlutverk sem þau spiluðu á uppvaxtarárunum.

------

Ari Alexander vinur minn, listamaður og kvikmyndagerðarmaður var í tökum hjá okkur í dag. Var að leika smákrimmann Gunna Barón, leysti það vel af hendi.

------

Að venju elduðu mamma og Sunna systir mat fyrir liðið, léttan heilsumat, Gunni hljóðmaður er amk glaður með matinn. 


Stóra Planið

Wolfie_Tent17Næstsíðasta vikan af tökum á Stóra Planinu er í gangi akkúrat núna. Þetta rúllar bara vel, sáralítið um áföll.

-------

Þessi mynd virðist ætla að takast ágætlega, hef verið að klippa efnið og áhugaverðir karakterar hafa verið að fæðast. Það kann vel að vera að ég skjóti meira í sumar og geri framhaldsmynd strax.

--------

Það verður gaman að vera á fróni í sumar. Ég ferðaðist svo mikið á síðasta ári að ég fékk ógeð á flugvélum og háloftum. Næ því úr mér í haust þegar ég fer á flandur aftur. Hlakka til að vera loksins hérna yfir heilt sumar, njóta þess að vera íslendingur í ofdekruðu ofvernduðu umhverfi. 

 


Final showdown

Síðasta serían af Sopranos er farin í loftið í Bandaríkjunum. Hér má sjá trailer úr síðustu seríunni.

 


Imperioli í Letterman

Margur Sopranos aðdáandinn var pirraður þegar Michael Imperioli steig á svið hjá David Letterman í fyrradag. Þar talaði hann aðallega um Ísland en ekki um hlutverk sitt í Sopranos. Það sem hann sagði í þættinum hljómaði eins og hann væri sendur út af íslenska ríkinu til að kynna land og þjóð. Spurning hvort við eigum að fá Fálkaorðuna fyrir landkynningu:

Af vef CBS:

"Michael just returned from a trip to Iceland. At this time of year, the daylight remains well into the night. And when night falls, it only gets dusk-ish, not black at all. He describes the city as incredibly clean, the streets are spotless, everyone is extremely polite . . . and then the weekend comes. Everybody gets to the drink and indulge well into the . . . duskish night. By the A.M., you hear many fights and screaming and hooting and hollering by the revelers. You finally get to sleep and then when you awake, the streets are again spotless and quiet with everyone once again extremely polite and courteous.
I’ve heard a lot of good things about Iceland lately and it’s on my list of places to go. And their water, Iceland water, is the only bottled water I drink."

Linkur CBS 


textavarp.is

birthday, aged 10_png

Lífið líður svo ógurhratt. Það tekur mig sekúndu að muna hvernig  mér leið þegar ég var 10 ára. Sá tími er í næsta herbergi við mig hvernær sem ég kýs kíkja þangað inn.

Í dag, þrjátíu og tveggja, finnst mér ég hafa tapað miklu frá æskunni. Orðinn mengaðari af so and so mataræði, ýmsum eðlilegum tilfinningalegum áföllum sem eiga af lífsins skyldu yfir okkur að ganga. Allt er orðið grárra og skerpan hefur dvínað.

Á móti kemur að lífsþorstinn er meiri. Meiri löngum til að skynja og finna allt aftur. Ætli þessi leið snúist um þetta hringferðalag, að koma, hverfa frá sér og svo fer maður að leita aftur.

Þegar ég var gutti að leika mér í Búðardal fannst mér hvað skemmtilegast að fara yfir til Jónasar og Beggu í Bakkahvammi sjö og sækja þar Reyni vin minn. Stundirnar sem við áttu saman sem æskufélagar eru mér ógleymanlegar og hugsa ég oft til Reynis.

Í dag erum við orðnir fullorðnir menn, við tölumst við kannski tvisvar á ári, þekkjumst það vel að við þurfum ekkert mikið að bulla.

Ég sakna æsku minnar, ég sakna Reynis, og ég sakna þess að vera barn, hjá mömmu og pabba, í vernduðu umhverfi, fara í fótbolta með félögum mínum úti á Lalltúni.

Það mun aðeins líða ein sekúnda uns ég verð dauður. Þetta líður eins og sekúnda þetta líf.

Það er vegna alls þessa sem ég met tímann meira og meira sem ég eldist. Allt þetta blaður sem skiptir mig engu máli, sem okkur er sagt að skipti máli. Dægurmál, íþróttir, stjórnmál og allur þessi pakki - okkur hefur verið kennt að þetta eigi að skipta okkur máli.

Eftir að ég fór að nota textavarp.is hefur tíminn aukist. Grínlaust. Ég horfi ekkert á sjónvarp, fylgist ekkert með íþróttum eða stjórnmálum, nema þarna, sem fréttir eru sagðar skorinort og skírt. Enginn tími fer lengur í of langa athyglisbeitingu að einhverju öðru en sjálfum mér og mínum. Finnst þetta rétt skref í leitinni.

:) Ljúfar


Michael Imperioli Videó

news9Var að henda upp litlu "making of" myndbandi úr stóra planinu, með Imperioli. Þetta eru fjórar hráar mínútur. Kíkið á það hérna.

Póster Stóra Planið

poster2_storaplanidRNýtt Póster fyrir Stóra Planið. Lokapóster verður gert í Júlí. :) Ljúfar, Óli 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband