Færsluflokkur: Bloggar
12.5.2007 | 19:34
Michael Imperioli
Michael Imperioli, Sopranos pilturinn kom í vikunni og hefur verið að leika hjá okkur. Hann er ótrúlega þægilegur og fagmannlegur. Frábær drengur, mjög "ekta". Við höfum talað mikið saman um handritsskrif, því Michael hefur skrifað Sopranos þætti og er að vinna að öðrum verkefnum. Það er gaman að bera saman bækurnar með honum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 19:30
Það rúllar
Það rúllar allt vel í Stóra planinu, maður veit lítið hvað er að gerast í kringum sig. Uppteknin af eigin framkvæmdum er alveg að fara með mann. Engar áhyggur, lífið finnur ávallt leið til að knésetja mann í auðmýktarpollinn um leið og maður setur hökuna eilítið upp í loft. Þannig að ég litlar áhyggjur af hrokaskrímslinu.
---------------------------
Ég var búin að klippa eitthvað út Stóra planinu og ætlaði að sýna það hérna, bíð eilítið með það. Gæti hent einhverju skemmtilegu á vefinn bráðlega.
---------------------------
Hann Pétur Jóhann Sigfússon stendur sig frábærlega í myndinni, auðvitað allir hinir leikararnir líka. Drengurinn hefur bara eitthvað sérstakt sem erfitt er að koma orðum að.
Á myndinni má sjá leikarann Stefan Schaefer í hlutverki hins þýskættaða "Wolfi".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 20:11
Bjórþamb
Það er langt síðan að ég hef fengið mér bjór tvo daga í röð. Á föstudagskvöldið sem og laugardaginn sat ég við bjórþamb (þ.e. 2-3 bjórar sitthvort kvöldið). Ég hef aldrei þolað mikið af þessu alkahól-sulli, blessunarlega, því það tekur frá orku og einbeitingu, og er stórlega ofmetinn skemmtifélagi.
Hvað um það, þetta var gott að sprikla aðeins, við erum búin með fimmtu viku af átta og erum að ganga inn í sjöttu viku. Allt hefur gengið snuðrulaust fyrir sig fyrir utan einstaka upphlaup og stæla í leikstjóranum sem þykist vita flest betur en aðrir.
Á ljósmyndinni öskrar leikstjórinn á Ingvar E. Siguðrsson og Pétur Jóhann, skipanir um hvernig þeir eigi að finna barnið í sjálfum sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2007 | 00:44
Áfall
Tökulið Poppoli hefur verið að taka upp á veitingastað hér í borg. Þetta rúllar ágætlega, ég hef nokkrum sinnum skilað fólki heim um hálfsex, og í gær vorum við búin klukkan korter í sex, þetta er vissulega áfall þar sem áætlað var að koma fólki heim klukkan fimm. Ef þetta gerist aftur mun ég segja af mér sem forseti poppoli.
Á myndinni spöglera Unnur og Pétur um eitthvað sem ég man ekki. Enda skiptir það ekki máli, við erum bara að taka myndir af fólki að tala og hreyfa sig.
Það er svo ótrúlega manngefandi að lesa bloggið hérna á mbl, að sjá inn i líf og hugarheima fólks um þetta og hitt.
Það er samt þannig að 90% af þessu bloggi afhjúpar hversu upptekin við erum af okkur sjálfum. Rétt eins og undirritaður með sínu bíóbabbli. Held þó það sé skárra en þessar kosninga-blogg-síður sem ætla mann lifandi að drepa.
Ég flyt til Chigago í ágúst næstkomandi og hætti þessu kvikmyndaströggli, hef ráðið mig þar í að gera einföld vídeóverk fyrir ónefndan aðila. Verður gaman.
Húllumhæ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2007 | 09:01
Vandamál annarra
Lífið er komið í gang aftur í bili. Búin að vera prýðilega vika í tökum á Stóra planinu. Gott að fá helgarfrí. Það er mikilvægt að fá góðan svefn yfir vikuna, svo maður sé úthvíldur. Ég hef hinsvegar ekki náð að sofa mikið því ég asnaðist til að kaupa einhverja seríu af sjónvarpsþáttunum E.R. og þessir ansk. þættir hafa haldið mér vakandi of lengi. Í hvert einasta skipti sem ég ætla að fara slökkva og aumast í bólið þá fær einhver krabbamein.
Merkilegt hve vandamál annarra eru þessari góðu sál svo djúplega hugleikin. Svona er maður góður. Ekki skrítið að hlý sammannkenndar-tilfinning fylgi manni allan daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 22:29
Lítið making of
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 11:46
Myndir úr tökum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 00:15
Góðar hugmyndir
01
Fyrsta myndin gengur út á það, að til dæmis einhver svona miðaldra "tínd-í-sjálfri-sér" / "búin að missa tilganginn fyrir lífinu" - manneskja, annaðhvort karl eða kona, skiptir alls ekki máli - ehm, já, að einhver svona týpa, s.s. fyrstu 17 mínúturnar gætu farið í að sýna hversu innantómt líf þessarar manneskju er. En svo einhvern veginn kemur barn í líf þessarar manneskju (annaðhvort kemst viðkomandi að því að hann/hún átti barn, eða kannski bara er það skilið eftir fyrir utan hjá henni, jafnvel að þetta sé eitthvað svona vandræðabarn). Nema hvað, fyrst heldur aðalsöguhetjan okkar að hún kikni undan álaginu, en viti-bloddí-menn, hún lærir að elska sjálfa sig og þessvegna aðra (harðbannað að stela þessu).
02
Svo er önnur, datt í hug að t.d. eitthvað svona "hot" par væri að keyra í eyðimörk til dæmis (eða bara í nóttinni fattiði), og þá allt í einu BILAR bíllinn!!!!!!!!!! Parið fer t.d. á eitthvað hótel en gerir sér ekki grein fyrir að vofveiflegir atburðir eiga sér stað þar í skjóli nætur. Svo bara fjallar öll myndin um eina nótt þar sem þau annaðhvort lifa þetta af eða bara drepast (er ekki enn búin að hugsa það til enda).
03
Ég ætlaði að gera svona mynd eins og "The Breakup" með Jennifer Aniston og Vincent Vaughn, þar sem fólk skilur og nær EKKI saman aftur, en ótrúlegt en satt, þeirri var stolið frá mér. Samt ótrúlega góð mynd, og afar sorglegt að þau skuli ekki hafa náð saman (tók vel á að horfa á endinn - svo biðst ég að sjálfsögðu afsökunar ef ég er spilla endinum fyrir einhverjum, sorrí sorrí sorrí).
04
Svo þegar ég er kominn langt í þessum bransa, og farin að vinna í hollívúdd, þá ætla ég að ráða einhvern frægan leikara til að leika í mynd eftir mig og láta hann leika með einhverjum flottum hreim.
Ég er með fulla skúffu af svona hugmyndum. Þetta eru allt frábærar pælingar hjá mér, maður verður að vera orginal til að komast áfram í þessum bransa.
Ehm, ætla í fótabað, hunkí dú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2007 | 20:55
Slæmt andrúmsloft
Gríðarlega slæmt andrúmsloft hefur verið í upptökum á stóra planinu. Ég vil alls ekki leggjast svo lágt að nefna einhver nöfn, enda kemur það engum við hversu hræðilegt það er að vera á setti. Þetta vandræðaástand er engum að kenna, heldur er þetta eitthvað sem fólk kemur með heiman frá. Hollur matur er í eldhúsinu hjá okkur og því ekki við fyrirtækið að sakast þegar prumpukórinn fer af stað. Það er því rangt sem hefur komið fram í fjölmiðlum, að móðir mín sæla sem eldar ofaní okkur sé sökudólgurinn, heldur eru þetta óvandaðir einstaklingar sem ættu að líta í eigin barm (eða mataræði) áður en hlaupið er með svona í fjölmiðlana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 12:41
Teaser Stóra Planið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)