Færsluflokkur: Bloggar
15.4.2007 | 21:58
Haraldur
Í dag er frí í tökum, enda sunnudagur, dagur guðs. Það er þó ekki frí, því einn karakter í myndinni okkar heldur áfram að kvelja mig þar sem ég klippi hann. Þetta er ein merkilegasta kvikyndi sem hefur skriðið inn á klippiborðið hjá mér. Þetta er hann Haraldur Haraldsson grunnskólakennari hefur verið í tökum hjá okkur þessa vikuna. Karakterinn er meistaralega túlkaður af Eggerti Þorleifssyni í mynd okkar Stóra Planið. Þetta er maðurinn sem tekur handrukkarann Davíð (Pétur Jóhann) upp á arma sína, faðmar, kvelur og kennir. Þennan mannskratta skapaði Þorvaldur Þorsteinsson höfundar bókarinnar ásamt Eggerti. Ég hef nokkrum sinnum hitt hann Harald, bæði í sjálfum mér og samferðamönnum, þetta er manntýpa kvalin af minnimáttakennd, gæddur botnlausri þörf til að lyfta sjálfum sér upp á kostnað annarra þó staðfastur í þeirri trú að hann sé frelsarinn sjálfur endurfæddur. Það er því ekki að furða að ég flýji inn í bloggið frá Haraldi, það tekur á að horfa á mannfýluna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 00:06
Fótabað
Einhvern veginn útundan mér, í þessum kvikmyndatökum, sé ég að það eiga kosningar að fara fram bráðlega. Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja áhuga manna á þessu fyrirbrigði. Ég virði að sjálfsögðu kosningaréttinn en guð minn góður hvað þetta er leiðinleg tík þessi pólitík. Sjálfhverfnin hjá hverjum flokki er eins og monthani grunnskólabekkjarins, ef öllum monthönunum líkar ekki við hann þá híar viðkomandi á hinn. Það sem ég skil ekki, til að vera nákvæmur, er hversu vanþroskað fyrirbrigði þetta er. T.d. í Bandaríkjunum, til að bjóða sig fram, þarf maður að hata homma, en eiga kannski lesbísa systur og elska hana, vilja vernda ísrael frá vondum aröbum og vilja sýna hermátt reglulega og yadi yadi ya. Hérna heima er þetta svipað, þó eðlilega í smærri skömmtun vegna fæðar. Hér eru allir að missa sig í málæði yfir því hvað "við" og "okkar" stefna sé rétt.
-
Það merkilega við þetta er að allir virðast taka þátt í þessum bananagangi. Legg ljúfmannlega til, án þess ég að viti baun í bala hvað sé best fyrir heiminn, að við bara séum næs við hvort annað, hlúum að eigin rassi og samferðamönnum í lífinu. Er eitthvað flókið við það, þarf eitthvað mikið að tala um það, og, þarf eitthvað sérstaklega að monta sig af því, að hafa verið góður við aðra. Eins og t.d. bankarnir þegar þeir pissa peningum í einhverja átt og fá svo fjölmiðla-plögg allstaðar fyrir þessar krónur sem þeir missa úr vösunum í þrisvar sinnum dýrari afmælisveislu sína.
-
Sussum svei, þvílíkt blaður, sendi knús, ætla í fótbað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 22:29
Stóra Planið vika 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2007 | 18:29
Nokkrar myndir
Henti upp nokkrum myndum af starsfólki frá því í vikunni. Maður gæti ekki gert baun í bala ef þetta lið væri ekki að gefa sig í þetta. Endilega kíkið hér á myndirnar.
Páskakveðjur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 08:41
Fyrsta vika
Fyrsta vikan af Stóra Planinu búin. Þetta var skítlétt. Sumir voru með einhverjar áhyggjur að við færum yfir á tíma og yrðum eitthvað þreytt. Þetta gekk rosalega vel. Sérstaklega þar sem ég þurfti lítið að fara út af skrifstofunni og gat bara fjarstýrt leikurum í gegnum gsm síma og verið í fótabaði á meðan. Kannski var þetta ekki alveg svona. Man það ekki, skyndiminnið eitthvað af gefa sig. Allavega, þá er fyrstu viku lokið.
----
Náði tali af einum nágranna sem hefur verið að aðstoða okkur í tökum, hann Sverrir er um áttrætt, fílhraustur piltur, hann sagði mér að ef maður hætti að vakna snemma á morgnana þá gæti maður bara pakkað saman og farið heim.
----
Við erum að skjóta í skemmtilegu hverfi hér í bænum, stemmningin þar er bara alveg eins og þegar ég var að alast upp í Búðardal. Smábæjarhlýjan faðmar mann reglulega yfir daginn úr öllum áttum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 16:54
Dagur þrjú
Dagur þrjú í tökum á stóra planinu. Ágætis efni sem við erum að ná, að ég held. Er nokkuð þreyttur á því í dag, samt erum við að taka nokkuð stutta daga, frá c.a. 8 til 5, alveg mátulegt. Svo fer maður í pottinn í vesturbæjarlauginni til að ná úr sér skvampi dagsins, sem er akkúrat það sem ég ætla að gera núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 20:32
Spjallað við blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 20:29
Kraftaverk
Þau gerast á hverjum degi kraftaverkin. Maður sér nýjar og nýjar hliðar á kraftaverkunum í þessari takmörkuðu þungu lífsvídd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 06:19
Fyrsti tökudagur
Mér skilst að við byrjum í dag að taka, amk fékk ég skilaboð um það. Erum búin að æfa nokkuð vel þannig að vonandi verður þetta allt í lagi hjá okkur. Ég ætla ekkert að rambla mikið um ágæti samstarfsfólks, þó auðvitað gæti ég ekki gert baun í bala nema hafa svona stoðir við hlið mér.
----
Ljósmyndin er af æfingu í gær, þar sem Robert Chan fer yfir línurnar sínar. Robert þessi er príðispiltur, hann lék á móti Jack Nicholson í Departed, atriðið fór fram í vöruskemmu þar sem Robert frussaði kínverskum óorðum yfir stórleikarann. Robert sagði mér að hann hefði fengið ógeðslegan trailer (hann fær engann hjá okkur) og þessvegna hafi hann verið í extra fúlu skapi þegar hann átti að frussa yfir Jack. Hann bar gamla kallinum (Scorcese) vel söguna.
----
Svo er ég loksins búin að klára Queen Raquela með hjálp Dags Kára sem opnaði augu mín í nýjar áttir í kvikmyndatungumálinu. Ég hef trúlega aldrei eytt eins miklum tíma í klippiborðinu eins og með hana. Enda þykir mér afar vænt um viðfangsefnið og mikilvægt að það skili sér til þeirra sem á vilja hlýða.
----
Jæja, ætli það sé ekki best að fara drolla sér í morgunskokkið, svo þarf ég að fara rústa öllum skotum sem við höfum skipulagt í dag, breyta þeim á síðustu sekúndu til að hjálpa vinnufélögunum að lifa í núinu.
ljúfar út í daginn, óli j.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 08:17
Skógarferð
Já, lífið heldur áfram í þessu kvikmyndastússi, við piltarnir skruppum í skógarferð, minnir að það hafi verið í Öskjuhlíð eða einhversstaðar. Amk voru tré þarna. Fínt rigningarveður, ferðin var farin til að dúlla sér eitthvað fyrir tökur, skoða bæinn og sonna í rólegheitum.
Ekki mikið annað að gerast. Mér skilst að kosningar hafi farið fram í Hafnarfirði um eitthvað mál. Fylgist ekki mikið með samfélagsmálum, þau hafa verið á "repeat" frá því að ég man eftir mér. Alltaf það sama aftur og aftur með mismunandi formerkjum.
Já, og svo held ég að við séum að byrja að skjóta í þessari viku, eða næstu, man það ekki. Amk er eitthvað skipulagt. Þetta er ekkert sérstaklega skemmtilegt eða leiðinlegt, fínt jafnvægi bara. Ég sendi skeyti á matardeildina á fimmtu hæð um að mikilvægt væri að ég fengi skyrið mitt á hverjum morgni.
Já, ævintýraheimur kvikmyndanna. Hmm.
Knúsirí, óli j.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)