Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Jamm

Það rúllar allt prýðilega í undirbúningi á kvikmyndinni okkar hérna í Poppoli. Eina umkvörtunarefni mitt er að vinnudagar eru of stuttir. Maður er svo vanur því að vinna um 16 tíma í þessum kvikmyndabransa en í dag er öldin önnur.

Amk hjá þessu Poppoli apparati sem ég starfa hjá. Hér er unnið frá 10-12 - svo er tekin löng siesta til um hálf þrjú, eftir það er svo aðeins spjallað og skipulagt til fjögur. Eftir það getur maður bara farið í leikfimi eða eitthvað. Ég skellti mér í grasagarðinn í dag í laugardalnum, sat þar við tjörnina, skrifaði nokkur ljóð og las þau jafnharðan upp fyrir mig. Á leiðinni þaðan tók ég nokkrar ljósmyndir, tók samgangendur tali og slakaði á.

Mun að sjálfsögðu halda áfram að babla um þetta ljúfa líf hér áfram.


Baugur í lúxemborg

Baugur faldi kauprétt á eigin hlutabréfum á vörslureikningi í Lúxemborg. Þetta segir í frétt á Vísi. Þetta eru ótrúlegar fréttir, ég er flemtri sleginn, að byrja daginn svona, þvílíkt áfall. Á maður að hringja í 112 eða mun ég komast í gegnum daginn.

 Hverjum er ekki sama, legg til að Sigurður Tómas Magnússon verði ráðinn með sitt nálarauga til að skoða starfsemi íslenskra banka og fasteignafyrirtæki. Viss um að Sigurður myndir brjóta þetta kerfi upp með hörku sinni, þannig að við öll ættum betra líf í ódýrara landi.

Amen. 


Africa United og Norðmenn

Jæja, tökur á kvikmyndinn hefjast á mánudaginn, eitthvað svo lítið að gera samt, maður bara leikur sér á netinu (geeeiiissspi). Jámm, var eitthvað að vafra og rakst á þenna þrýðilega dóm einhvers Norðmanns á Africa United. Þetta kom í fyrra - ætla ekki að þýða þetta, en hef þetta sem hvatningu fyrir þá sem vilja liðka blóðborin skandinavíska tungumála vöðva:

" Jeg griner når folk vinner i idrett, og jeg griner av folk som kjemper for det de tror på, selv om målet er uendelig fjernt. Tufte-feberen har så vidt lagt seg, og om én måned starter fotball-VM. Premieren på "Africa United" kommer ikke en dag for tidlig. Men er den en film å grine av?

På Island møter vi Zico, en utvandret, konkursslått maroccaner med et hardt bankende fotballhjerte. Han leder et lag satt sammen av innvandrere, for det meste afrikanere. Og de er lei av å spille amatørfotball. Det er på tide å satse alt på islands semiprofesjonelle og knallharde tredjedivisjon.

Men veien dit er ikke uproblematisk. De mangler sponsorer, stayerevne, og ikke minst evnen til å beherske sinnet og egoet på banen. det eneste de kan enes om er kjærligheten til fotballsporten.

Regissør Olaf de Fleur Johannesson har satt et ekte fotballag bestående av virkelige mennesker inn i til dels fiktiv virkelighet. I utganspunktet ikke fair play. Men likevel tror jeg ikke johannesson er ute etter å lure noen. Han vil bare lage god film.

Og jeg synes "Africa United" er god, til en viss grad. Karakterene er ekte, mesteparten av dialogen virker ektefølt, og kjærligheten til fotballen er det mest troverdige av alt. For å få den riktige dokufølelsen har johannesson gjort bildet kornete og lyden upolert. I tillegg kommer en rekke intervjusekvenser og opptak fra virkelige kamper. Det problematiske med å blande dokumentar og spillefilm er at man ikke vet hvor sannheten stanser og fiksjonen begynner. Og jeg føler meg i hvert fall litt lurt eller forvirret når hensikten åpenbart er å få et drama til å bli en dokumentar.

Derfor gråt jeg ikke på slutten av denne snødekte solskinnshistoren, selv om tuftefaktoren var høy og kontrasten til overbetalte og solariumsbrune toppspisser var stor. Men "Africa United" vekket fotballnervene mine i en hektisk vinn-eller-forsvinn-situasjon. Og nå gleder jeg meg bare enda mer til fotball-VM. 

greinina má líka sjá hér.


Vinnumyndir Stóra planið

Það mjakast áfram - undirbúningur fyrir Stóra planið. Æfingar á hverjum degi, ekkert stress þó, bara te, rólegheit, og voða lítið að gera. Er bara með fætur upp á borði, og blogga bara. Jamm, jæja, jamm ... nokkrar myndir af vinnufólkin má sjá hér.

Stóra Planið ljósmyndir

Hér eru nokkrar ljósmyndir frá æfingum á Stóra Planinu. Það er farið að styttast í tökur, tíu dagar, ekki laust við að .... hmm, já. Kíkið hér á myndirnar.

Áhugaverð mynd

Hann Herbert, kunningi minn og kvikmyndagerðarmaður er að vinna að áhugverðri mynd. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar. Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. Hér að neðan er kynningarbútur úr myndinni. Myndin heitir "Tímamót" eða "Changes" á enska. Góðar Stundir.

Changes Trailer

Add to My Profile | More Videos

Núfræði

Í stað þessa að kynna Mike Stone í hver skipti, þá gef ég þessum pistlum heitið Núfræði Mike:

"For the longest time, it seemed that life was about to start. Real life.
But there was always some obstacle along the way, an ordeal to get through, some work to be finished, some time to be given, a bill to be paid. Then life would start.
I finally came to understand that those obstacles were life.

That point of view helped me see that there isn’t any road to happiness.
Happiness IS the road.

So, enjoy every moment.
Stop waiting for school to end, for a return to school, to lose ten pounds, to gain ten pounds, for work to begin, to get married, for Friday evening, for Sunday morning, waiting for a new car, for your mortgage to be paid off, for spring, for summer, for fall, for winter, for the first or the fifteenth of the month, for your song to be played on the radio, to die, to be reborn… before deciding to be happy"


Orð dagsins

Fékk ágætis email frá Mike Stone í morgun. Mike þessi er sérstakur piltur / maður. Ætla ekki mikið að rambla um hann. Þið getið séð ýmislegt skemmtilegt um hann hérna.

Honum Mike finnst gaman að senda email um "núið" og gildi þess að standa sama í lífinu, þessi fræði hefur hann gert að ástríðu sinni. Ég set þetta hér að neðan á frummálinu, svo fólk haldi ekki í eina sekúndu að þetta hafi komið úr mínum rassi.

"We convince ourselves that life will be better once we are married, have a baby, then another. Then we get frustrated because our children are not old enough, and that all will be well when they are older. Then we are frustrated because they reach adolescence and we must deal with them. Surely we’ll be happier when they grow out of the teen years. We tell ourselves our life will be better when our spouse gets his/her act together, when we have a nicer car, when we can take a vacation, when we finally retire. The truth is that there is no better time to be happy than right now.
If not, then when? Your life will always be full of challenges. It is better to admit as much and to decide to be happy in spite of it all."


Ljúfir leikarar

Svona þegar maður er rétt að hefja tökur er ágætt að minna sig á að maður þarf að hlusta á leikarana. Hér er eitt gott dæmi. Þarna sitja Lili Tomlyn og Dustin Hoffman, Mark Whallberg er í aftursætinu. Pro-lið.  

Góður leikstjóri

Búin að laga myndbandið, góða skemmtun - Það er ávallt gott að hafa góðar fyrirmyndir í kvikmyndagerðinni. Hér að neðan er akkúrat hegðun sem ég mun tileinka mér gagnvart leikurum á hverjum degi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband